Jeff Katzeberg, framleiðandi myndarinnar Shrek, hefur verið að undanförnu að tala um hvað fólk má búast við í framhaldinu. “Shrek 2” fjallar um það að allt sem gerðist í fyrstu myndinni var mistök, Shrek átti ekki að bjarga Fionu, sanna ástin í lífi hennar átti að vera prinsinn, öll framtíð hennar með konungsríki og öllu hafði verið planað en Shrek skemmdi allt. Myndin byrjar þegar foreldrar Fionu (John Cleese og Julie Andrews) bjóða hjónunum í mat, þau vita reyndar ekki að dóttir þeirra er grænt tröll. Fyrir þá sem fannst Marlon Brando fá of mikið fyrir “Superman” eða Anthony Hopkins fyrir “M:I-2” munu hafa gaman af því að Mike Myers, Eddie Murphy og Cameron Diaz munu öll fá 10 milljónir dala (um 760 milljónir króna) hvert fyrir sig fyrir um 20 klukkutíma vinnu, plús 5 milljónir dala hver ef Myndin verður blockbuster (fær yfir 100 milljónir í ).
Shrek 2 kemur í bíó í Júlí 2004.