Ég verð að segja það að þessi mynd kom mér verulega á óvart. Ég bjóst við aumkunarverðri mynd um aumkunarvert fólk með aumkunarverðum söguþræði. En viti menn á einhvern undarlegan hátt tókst Alexander Payne að búa til stórfyndna mynd úr öllu þessu aumkunarvæli. Annað hvort er maðurinn snillingur eða ég með svona undarlegan húmor.

Reyndar þori ég næstum að fullyrða að myndin hefði ekki verið eins góð ef Jack Nicholson hefði ekki farið með hlutverk hins aumkunarverða Schmidt. Maðurinn virðist ætla að eldast einkar vel í kvikmyndaheiminum. Ég hef reyndar ekki séð Anger Management en hef heyrt að hún sé slöpp. Spurning til þeirra sem hafa séð Anger Management, er Nicholson góður í þeirri mynd?

About Schmidt er líka dæmi um mynd með vel útfærðan trailer. Trailer myndarinnar gefur passlega mikið upp um innihald myndarinnar en alls ekki of mikið.

Hefur einhver hér séð fyrri mynd Alexanders - Election? En annars mæli ég eindregið með About Schmidt.

Kveðja,
Varg