Þetta mun vera nýjasta mynd leikstjórans Antoine Fuqua, en hann færði okkur hina ágætu Training Day með Densel Washington. Glöggir muna kannski eftir því að maðurinn gerði The Replacement Killers með Chow Yun Fat og Miru Sorvinu í aðalhlutverkum. Síðan má ekki gleyma myndinn BAIT með Jamie Ref í aðalhlutverki. Í þessari nýjustu mynd kappans er hann kominn á allt aðrar slóðir og segir sögu hermanna sem fara til Nígeríu til að bjarga nokkrum amerískum ríkisborgurum frá bráðum bana.
MYNDIN
Hópur hermanna(Navy SEALs) er sendur inn í myrkviði frumskóga Nígeríu til að ná í amerískan lækni(Monica Bellucci) og félaga hennar. En þegar á hólminn er komið neitar læknirinn að yfirgefa sjúklinga sína og allt fer í háa loft. Það sem varð til þess að hermennirnir voru sendir inn var það að einhverjir valdaþyrstir stjórnarandstæðingar drápu alla forsetafjölskylduna og allt fór til fjandans. Bruce Willis fer fyrir hópi hermannanna og Tom Skerritt leikur yfirmann hans. Aðrir eftirtektarverðir í myndinni eru Nick Chinlund(AKA Billy The Bedlam) úr Con Air og Training Day og síðan Cole Hauser úr Pitch Black og Tigerland.
DISKURINN
Þetta er svona týpískur Revolution Studios/Columbia Tri Star joint diskur(svipaður og Black Hawk Down/XXX). Aukaefni og myndin eru á sama disk. Myndin kom út 10.júní á Region 1 og er myndin ekki komin í bíó á Íslandi og veit ég ekki hvenær má búast við henni á Region 2.
MYND
Myndin er skörp og skýr í alla staði. Nætur-atriðin líta vel út og engir gallar þar. Myndin er í 2.40:1 og er ég mjög ánægður með myndatökuna og myndgæðin. Það er Mauro Fiore sem tók myndina upp(Driven, Training Day).
HLJÓÐ
Það eru hvorki meira né minna en fimm hljóðrásir á dsiknum. Þrjár commentary hljóðrásir:Director´s Commentary, writer´s Observations og síðan Africa fact track(einhverkir stjórnmálaspekúlantar tala um ástandið í afríku).En í þessari Africa fact track þá er inn á milli skotið upp litlum staðreyndakössum á skjáinn sem útskýra Military jargonið(tækni/fagmál). Frekar nett hugmynd og loksins veit maður hvað NCO stendur fyrir:Non Combat Evacuation. Hinar tvær hljóðrásirnar eru French 5.1 DD og English 5.1 DD. Sú seinni er frábær í alla staði. Bak-hátalar fá mikið að njóta sín í skotbördugunum og er helvíti mikill kraftur í henni. Síðan eru allskonar ambient og dýra hljóð sem koma vel út allan hringinn. Talið er frekar vel balancerað og ég minnist þess ekki að talið hafi droppað mikið niður í myndinni. Um tónlistina sér Hans Zimmer og er lítið um “The Rock-svipuð lög” í þessari mynd.
AUKAEFNI
Þetta á að vera Special Edition og rétt sleppur diskurinn undir þá skilgreiningu. Auðvitað er að finna Making of og ber hún heitið Journey to Safety(alternate title?), 15 mínútna, frekar þunn og sloppy making of finnst mér. Annað á disknum er interactive kort af Nigeríu þar sem maður getur smellt á helstur borgir landsins og fengið crash-course í sögu Nígeríu. Voices of Africa: 8 litlir þættir þar sem mismunandi fólk frá Afríku segir sögu sína og hvernig það þurfti, líkt og söguhetjurnar í myndinni, að flýja land sitt sökum styrjalda. Það eru 8 deleted scenes, mestmegnis meira af brutal efni og meiri væmni. Play-all takki er til staðar sem er nauðsynlegt. Það mættu þó fleiri taka George Lucas sér til fyrirmyndar og hreinsa og full-processa deleted scenes. Það er bara miklu skemmtilegra. Að auki eru tveir subtitlar.Enska og Franska(Parísar-franska!). Síðan er það rúsínan í pylsuendanum:Þéttur Trailer-pakki.:Hvorki meira né minna en 9 trailerar.(Tears of the sun, Anger Management, Bad Boys 2, Basic, Black Hawk Down, Charlie´s Angels:Full Throttle, Hollywood Homicide, Radio, S.W.A.T.).
Í LOKIN
Þetta er hin fínasta mynd en fer á köflum yfir strikið í væmni og tilfinningasemi.Hin fínustu bardagaatriði og er hún skemmtilega brutal. Þessi mynd er þó greinilega Black Hawk Down wannabe en það vantar mikið uppá. Svona í lokin má minnast á það að myndin átti að heita Rules of Engagement þegar hún var á teikniborðinu og hefði sá titill verið hentugri, það er spurning hvort William Friedkin vilji skipta.

Aðrar Staðreyndir
Run Time: 2 tímar og 1 mínúta
Anamorphic: Já
Útgefandi:Columbia Tri Star
Region:1

KURSK