Charlie´s Angels 2 : Full Throttle

Já, ég hef beðið eftir þessari mynd síðan ég frétti að það væri verið að gera hana, eða svona allt að því.Ég var það heppin að komast á sýningu hjá bónusvideo í smáranum með kóki og pítsum.

Þessi mynd gefur númer 1 ekkert eftir, sami hasarinn,gellurnar,bílarnir og já musikin sem er alveg frábær. Þessi mynd er leikstýrt af sama leikstjóra og fyrri myndin McG, en hann hefur víst aðalega leikstýrt music vídeoum, sem maður getur séð í þessari mynd á myndatökunni og musikini sem ég verð bara að segja að er frábær :).

það er kynntur nýr “meðlimur” en það er Bernie Mac sem tekur við að Bill Murray sem Bosley og fynnst mér það ganga nokkuð vel ágætis leikari sem skilar bröndurunum mjög vel en annars eru sömu leikarar (Cameron Diaz, Lucy Liu og Drew Barrymore) en það koma einnig fjölda gestaleikara einsog Bruce Willis og John Cleese sem er skemmtilegt. Án þess að ég segi of mikið um innihald þessarar myndar þá er aðal plottið að tvemur öryggis hringjum sem geyma kóða að skrám sem innihalda allar upplýsingar um Vitnaverndina hjá FBI hefur verið stolið og verða englarnir að endurheimta þá til að gæta öryggis vitnanna, og inní það spinnast margt en td. kemur “Creepy thin man” aftur við sögu sem Crispin Glover leikur með stakri prýði.

Það sem mér fannst standa upp úr var músikin, myndatakan og hasarinn en einsog nafnið á myndinni Full Throttle gefur til kynna þá er ekkert gefið eftir stannslaus hasar og virkar það mjög vel, þó að nokkur atriði voru frekar ýkt þá er það bara fyndið, enda er þetta ekki þannig mynd að maður býst ekki við því.

myndi segja að þessi mynd fái 4af 5 stjörnum hjá mér
****/*****

Btw. vona að þetta komi vel út skrifaði þetta í word pad.
Takk fyrir mig.