Hvernig stendur á þvi að ég borga sama verð fyrir að sjá mynd í A-sal með stóru tjaldi og öllum græjum og að sjá sömu mynd undir lok sýningartímabils í salnum-undir-stiganum-gengið-inn-í-gegn-um-klósettið sal? Finnst íslenskum bíógestum svona gott að láta fara svona með sig? Um leið og mynd er færð í minni (ekki alltaf verri, að vísu) ætti að lækka verðið, þú ert jú að borga fyrir að sjá myndina á stóru tjaldi með alvöru hljóðkerfi og öllu sem því fylgir. Reyndar er ég næstum alveg hættur að fara í bíó, það er svoddan rusl sem er sýnt hérna, sumt af þessu ætti að fara beint á video, mér dettur ekki í hug að borga 700 kall til að sjá “Little Nicky” eða “Dude, Where´s My Car?” (eitthvað verður maður að hafa til að horfa á á sunnudagskvöldum). Og hvers vegna eru þessi hlé? Hvað eftir annað er maður kominn “inn í myndina” og þá er bara slökkt, stundum í miðju atriði og ljósin kveikt. “Allir að kaupa nammi!” Að minnsta kosti hefur Háskólabíó þá reisn að hafa og auglýsa sérstaklega sýningar án hlés.
J.