Gossip Þessi grein gæti hugsanlega spillt fyrir þeim sem ætla að sjá myndina Gossip. (spoiler)

***

Ég veit ekki hvað það hefur verið, en mig hefur alltaf langað til að leigja þessa mynd, þrátt fyrir að hafa aldrei heyrt nokkuð um hana. Samt hef ég einhvernvegin aldrei framkvæmt þetta, alltaf bara sannfært sjálfa mig að þessi mynd sé örugglega léleg, fyrst að enginn hafði sagt mér frá henni.
Það var ekki fyrr en í gær að ég tók hana á leigu, og þá reyndar sem gamla fría með annarri nýrri.

Myndin fjallar um þrjú ungmenni, Jones, Travis og Derek, sem búa saman. Þeim finnst óendanlega gaman að búa til slúðursögur og sjá þær færast mann fram af manni og breytast með hverjum þeirra. Þegar kennarinn þeirra í fjölmiðlafræði vill að þau skili lokaverkefni dettur þeim í hug að búa til slúðursögu og sjá hvernig hún breytist og hversu hratt hún berst.
Frekar saklaus saga um að stelpa sem er með þeim í skóla hafi sofið hjá kærastanum sínum í partýi verður að sögu um nauðgun sem stelpan sjálf fer að trúa sem leiðir af sér frekari vandamál.
Þeim fer ekki að lítast á blikuna þegar allt er komið í hönk og fara að rífast innbyrgðis.

Sagan hefur svo magnað endaplott sem kemur manni á óvart en allt kemur samt heim og saman þegar maður hugsar þetta aftur yfir.

Sagan er virkilega vel skrifuð og maður fer virkilega að hugsa sinn gang hvað varðar útburð slúðursagna. Þær geta greinilega farið flatt með mann sjálfan.


Leikararnir standa sig allir rosalega vel. James Marsden, sem lék harðsvíraðan slúðurbera var framúrskarandi, hann fékk alla samúð mans, sem gerði mikið fyrir sögðuþráðinn. Lena Headey var góð sem vinkona hans Jones og frábært hversu góður ameríski hreimurinn hennar er (en hún er einmitt vanalega með alveg súper-breskan hreim.) Norman Reedus var einnig mjög sannfærandi sem hálfgeðveikur listamaður.

Davis Guggenheim leikstýrði myndinni, en hann leikstýrði snilldar þáttunum 24 og Alias, ER og Party of Five. Þannig þar er ljóst (að mínu mati) að hér er frábær leikstjóri á ferð.

Handritið er eftir Gregory Poirier en ætli hann sé ekki þekktastur fyrir handritið af Tomcats. Ég verð að segja að plottið er með þeim betri sem ég hef séð í kvikmyndum. Virkilega gott.

Kvikmyndatakan er virkilega flott sem og öll leikmynd. Sérstaklega finnst mér kúl hvernig þeir nota myndvarpa með myndum af augum í keleríissenunni á milli Naomi, ríku stelpunnar í skólanum, og kærastans hennar, Beau.
Listaverkinn sem eru gerð í myndinni af Travis eru líka voðalega flott.

Myndin minnir mig að mörgu leiti á Cruel Intentions sem er einnig ein af mínum uppáhalds myndum.

DVD aukaefnið er mjög gott. Maður getur horft á alla myndina og hlustað á leikstjóran og James Marsden sem leikur Derrik tala um hana á meðan. Þeir fara ofan í saumana á hverri senu. Þetta er áhugaverður fídus sem ég hef ekki heyrt um áður (but then again, I'm very new to the DVD world… var að finna menu takkann á fjarstýringunni minni í dag… han var nefnilega ekki merktur MENU)
Maður getur líka séð trailerinn, sem ég hafði ekki séð áður, en er skemmtilegt að sjá í fyrsta skipti EFTIR að maður sér myndina… Þarna voru líka senur sem voru klipptar úr myndinni, og er mjög áhugavert að horfa á því þær skýra myndina meira út. Öðruvísi endi er líka að finna þarna, sem er mjög sniðugt. Hann hefði þó mátt vera lengri. Svo er hægt að skoða Travis Gossip Interviews og svo tvö tónlistavídjó og fleira.

DVD diskurinn inniheldur talsetningu á ensku og spænsku og texta á mörgum tungumálum, þar með taldri okkar ástkæru íslensku.

Ég mæli eindregið með þessari mynd, sérstaklega fyir þá sem fíla góð plott og myndir á borð við Cruel Intentions. Enn fremur vil ég ítreka við áhorfendur að skoða aukaefnið, því það eykur álit mans enn meira á myndinni..

Takk fyrir áheyrnina

Inga Auðbjörg