Death to Smoochy Ég ætla mér að skrifa um hina yndislegu mynd ‘Death to Smoochy’!

Myndin kom út árið 2002 og er leikstýrð af Danny DeVito! :) Með aðalhlutverk fara:

Robin Williams - Rainbow Randolph
Edward Norton - Sheldon Mopes (Smoochy)
Catherine Keener - Nora Wells
Danny DeVito - Burke Bennett

og margir margir fleiri!

myndin fjallar (í grófum dráttum) um sheldon mopes, óuppgötvaðan frumkvöðul í gerð barnaefnis. Stærsta stjarna barnaefnisbransans þegar myndin byrjar er ‘Rainbow Randolph’, en hann er mjög kátur steppdansandi maður í regnbogafötum sem syngur um vináttu og gleði, en er í raun bara að auglýsa söluvörurnar í kringum sig, ekki góða boðskapinn. en svo kemst upp um Rainbow Randolph, hann bendlaður við fjársvik og honum undir eins sagt upp!

Sjónvarpsstöðin sem áður sýndi Rainbow Randolph þættina er nú í vandræðum með að útvega sér fullkomnlega flekklaust lukkudýr en rambar á endanum niður á Sheldon Mopes, eða Smoochy sem vinnur við að syngja í fíklabyrgjum (afvötnunarathvörfum) á kvöldin! stöðin býður honum starf, og Mopes, sem flytur einungis lög sem hafa eitthvert uppeldislegt gildi, s.s. mannúð, hollar matarvenjur o.fl., þyggur auðvitað starfið!

En Rainbow Randolph er ekkert ánægður með það…

FRÁBÆR mynd sem ég mæli með að ALLIR sjái! Hún hljómar kannski svolítið corny, en málið er að hún er svokölluð ‘Svör komedía’ þannig að hún er ekkert nema kaldhæðin og gerir grín að ÖLLU! (svo er líka frábært að sjá Edward Norton og Robin williams skoppa um í marglitum fötum og láta eins og hálfvita…)

Virkilega vönduð mynd sem allir ættu að sjá! :)

****/*****
"