Vá, myndin er náttúrlega bara snilld!
É
g skrapp á hana með vinum í gærkvöldi og ég verð að segja myndin er snilld! Miklu meiri hraði og flottari og fleiri bílar.

Söguþráðurinn er dáltið spennandi og ég ætla segja smá úr myndini:


Keppninni um flottasta bíómyndatitil ársins er opinberlega lokið, og 2 Fast 2 Furious er ótvíræður sigurvegari. Það verður eiginlega að hrósa Universal fyrir að hafa ekki skipt um nafn fyrir langa löngu. Myndin sjálf er eins og titillinn: 2 Fast 2 Furious er eins og frábært ljósrit af fyrri myndinni, en hún er miklu spennandi en fyrri, því það er ekki vottur af frumleika út í gegn. Meira að segja Vin Diesel hafði á því að sleppa henni þessari :(. Það þýðir að við fáum einungis Brian ( Paul Walker ) úr fyrri myndinni, og þó drengurinn sé snoppufríður mjög verður seint hægt að kalla hann leikara. Hann er eins og búðargína sem hefur vaknað til lífsins; hann talar m.a.s. eins og hann sé illa gefinn. En jæja, hann er í hlutverki Brian O'Connor sem hefur nú flutt til Miami og er ekki lengur í löggunni. Svo koma vondir kallar og flottar píur, og eina lausnin á öllu saman virðist vera að keyra glæsilega bíla mjög hratt um götur sem eru merkilega lausar við alla umferð. Fyrri myndin var ágætis sumarskemmtun, og ég var alveg til í að gefa þessari aðeins meira. Því miður var ekki reynt að betrumbæta eða fá nýjar hugmyndir, og því er boðið upp á meira af því sama. Svoleiðis gengur ekki; framhaldsmyndir verða að bjóða upp á eitthvað nýtt. Það er sárast til þess að hugsa að það er John Singleton, sem leikstýrði Boyz N the Hood og er yngsti leikstjórinn til að hljóta Óskarsverðlaunatilnefningu, sem er við stjórnvölinn. Vesalings maðurinn. Það eru Tyrese, Eva Mendes, Cole Hauser og rapparinn Ludacris sem fylla upp í leikarahópinn og það er tvennt merkilegt við þetta fólk: Þau gátu lesið, munað og flutt handritið, og einungis eitt þeirra fer úr að ofan. Vonandi er hægt að afskrifa 3 Fast 3 Furious eða eitthvað þvíumlíkt, því ég held að aðstandendur kunni ekki telja upp að hærra en 2. En bílarnir eru flottir, tónlistin traust, og fyrirsætan Devon Aoki fyllir ágætlega í skarð Michelle Rodriguez.

Takk fyri