Veit ekki hvort það hefur komið fram á síðunni en verið er að gera 3 kvikmyndir (back to back) efir meistaraverki Tolkiens “Hringadróttinssögu”. Myndirnar eru teknar upp á Nýja Sjálandi og hljóðar kostnaðurinn upp á litlar 190 milljónir dollara. Þetta er kannski ekki mikill peningur fyrir 3 Hollywood stórmyndir en þar sem myndin er tekinn í Nýja Sjálandi sparast mikill peningur þar sem allt er miklu ódýrara en í Usa. Tökur hófust 9 febrúar 1999 en þeim á að ljúka snemma á árinu 2001. Leikstjóri er Peter Jackson sem gerði hinar frábæru myndir “Hevanly creatures” og “Bad taste”. Margir góðir leikarar leika í myndunum svo sem Ian Mcellan, Christopher Lee og Sean Astin. Mikið æði hefur brotist út fyrir þessa mynd í Bandaríkjunum og Bretlandi og er byrjað að bera þessa trílógíu saman við Star wars. Ég held að þessar myndir verði miklu betri en Star wars og er þá mikið sagt. Fyrsta myndin verður frumsýnd 14 desember 2001 samtímis um allan heim, þar á meðal á Íslandi og er þetta í fyrsta sinn sem það verður gert. Næstu 2 myndir verða síðan sýndar jólin 2002 og 2003.