Blue monkey... Kannast einhver við pöddumynd frá níunda áratugnum sem heitir “Blue monkey”, hún hét þetta allavega í bandaríkjunum þegar hún kom fyrst út þar og olli miklum ruglingi vegna þess að það er ekkert skylt bláum öpum í henni (í canada hét hún green monkey víst…). Seinna meir kom hún út undir nafninu INSECT!

en söguþráðurinn er á þá leið að gamall garðyrkumaður er fluttur á spítala vegna gruns um hjartaáfall, en sú er raunin önnur því að hann hafðist “smitast” af einhverju skordýri sem dreifir sér með plöntum… úff erfitt að þýða þetta yfir á íslensku á einhvern rökréttan hátt… anyways, paddan hafði komist í snertingu við einhvern vaxtarhormón eða eitthvað álíka og sleppur laus á spítalanum, sjúklingum og starfsfólki til mikils ama.

Ég sá þessa mynd þegar ég var krakki og hafði mjög gaman af henni og hef verið að leita að henni undanfarið en hvergi rekist á hana (að vísu bý ég úti landi, sem er bölvun vídeófíkilsins).

Ég var bara rétt í þessu að finna á henni titillinn.

Ég er hinsvegar ekki viss hvort þessi mynd hafi verið gefin út í evrópu undir einhverju öðru nafni, allavega var coverið á henni öðruvísi en það sem ég rakst á á netinu.

so please, ef einhver kannast við þessa mynd eða veit hvar er hægt að nálgast hana látiði mig þá vita.