Persónulega finnst mér lest allar bandarískar kvikmyndir (ekki allar) ver leiðinlegar og fyrirsjáanlegar en evrópsku kvikmyndirnar aftur á móti skemmtilegar vegan ummdeilts viðfangsefna þeirra. Mörgum Bandaríkjamönnum (og öðrum) finnst aftur á móti evrópskar kvikmindir leiðinlegar og halda því oft eða þá ekki alltaf fram að það sé í rauninni ekkert plot í evrópskum kvikmyndum og persónurnar fáránlegar og hegða sér alltaf undarlega.

Eins og ég sagði áður þá finnst mér bandarískar kvikmyndir svo fyrirsjáanlegar að oft á tíðum þá er það bara sorglegt, t.d. vondi gaurinn deyr alltaf. Ef að þú sér einhvern skjóta einhvern af eingri ástæðu né í sjálvsvörn þá er sá gaur yfirleitt alltaf drepinn. Ef að einhver sendir einhvern til þess að drepa einhvern fyrir sig þá er hann ða minnstakosti handtekinn. Það eru að sjálfsögðu til nokkrar myndir sem að eru undantekningar.

Ég sá tvær myndir í síðustu viku sem að eru góð dæmi: Insomnia, það er alveg augljóst að Al Pacino og Robin Williams deyja að í rauninni þá er það hápunktur myndarinnar og þetta var það sem að myndin þurfti. Hin myndin sem að ég sá var Prime Cut, Lee Marvin leikur leigumorðingja og gerir marga óheiðarlega hluti en líka marga heiðarlega hluti þannig að hann getur ekki dáið og af einhverri furðulegri ástæðu þá drepur hann ekki vonda kallinn heldur (Gene Heckman) vegna þess að hann hafði í rauninni ekki drepið neinn með okkur viðstöddum.

Að sjálfsögðu eru ekki allar evrópskar myndir góðar og heldur ekki eru allar bandarískar allar lélegar en flestar góðar bandarískar kvikmyndir eru teknar af erlendum hugmyndum (fyrir utan Tarantino sem er óumdeildur snillingur).
——————————————