Árið er 2001 og einhver ákveður fyrir Mariuh Carey að nú sé svo sannarlega kominn tími á að hún láti ljós sitt skína á hvíta tjaldinu. Líklega vegna hrynjandi sölu sykurhúðaðra platna hennar og áberandi yfirlýsinga hennar í fjölmiðlum sem gera lítið til að ýta undir vinsældir hennar
( [Vegna dauða konungs Jórdaníu] “Hjarta mitt grætur í dag, heimurinn hefur misst einn besta körfuboltamann allra tíma”. Þegar henni var sagt að þetta var ekki Micheal Jordan NBA kappi, lét hún út úr sér, “My heart goes out to the people of Israel”. Jórdanía og Ísreal hafa aldrei verið miklir kumpánar…).

Anywho, mynd var gerð og nú trónir hún í tólfta sæti IMDB yfir verstu myndir allra tíma, fjórum sætum fyrir neðan Hulk Hogan's Santa With Muscles og heilum 79 sætum fyrir ofan Batman and Robin.
Auðvitað verður maður að sjá þessa mynd. Ég bjó mig undir laughfestival ársins.
Það sem ég fékk var miðjumoð og leiðinlegt.

Plottið á víst að vera byggt á ævi Mariuh Carey, og er í stuttu máli ca svona:

(O Ó! SPOJLERS! Ekki lesa ef þú vilt að myndin komi þér á óvart plottlega séð!!)

Billie [Carey] er dóttir frekar sóðalegrar djasssöngkonu sem neyðist til að senda dóttur sína á munaðarleysingjahæli eftir að hún drepst áfengisdauða í sófanum með sígarettu og brennir niður húsið þeirra. Á munaðarleysingjahælinu, (þá rúmlega 6 ára held ég) kynnist “Billie” tveimur hrútleiðinlegum stelpum, einni svartri og einni latínó sem verða vinir hennar alla ævi. Hana dreymir stóra drauma sem verða að veruleika með hjálp “Dice”, ofursvals sykurtöffara sem kemur fótum undir feril hennar en hverfur síðan sjálfur í skugga frægðar hennar, verður drykkjusjúklingur og að lokum er hann skotinn af gaur sem hann sveik sjálfur til að næla í samning “Billie”. Hún verður ýkt mest sorgmædd og keyrir á limmunni sinni Út Í Sveit þar sem hún finnur móður sína, ekki degi eldri en þegar hún gaf hana frá sér til að vera alin upp af einu lélegasta velferðarkerfi hérna megin Úralfjalla og þær fallast í faðma, móðirin í Svertingi í Sveit fötunum sínum og Carey í bleikum kjól. Úff…

(Jeij! Spojlerar enda!)

Vá… það hefur einhver tekið þessa mynd og dýft henni ofan í sýrópstank og velt henni síðan upp úr klisju. Allar mögulegar klisjur sem hægt var að grafa upp um “munaðarlaust grey” er hent inn í þessa mynd. Þegar Carey keyrir burt frá móður sinni í byrjun myndarinnar er hún látin vera með kött (sem sést síðan ekki aftur fyrr en rétt fyrir lok myndarinnar, þá nákvæmlega jafn gamall!) sem hún getur grátið við.
Öll aukahlutverk (nema eitt, kem að því) eru í höndum fáráðlinga sem ofleika svo hræðilega að mér langaði að fela mig undir sófa í fósturstellingunni. Áberandi verstar eru helvítis vinkonurnar, trash-talking Púttan latínóan “Roxanne” (leikin af Tiu Texada) og feita framhleypna svertingjavinkonan “Louise” (ofleikin af hiphop “dívunni” Da Brat. Hún lék einnig í “Carmen: A Hip Hopera. Shit!).

En hvernig er myndin sjálf…?
Hér kom Glitter nefnilega á óvart. Þrátt fyrir að hún sé ekki góð, jafnvel svo vond að mann langar að lemja með naglaspítu í tækið til þess að hún hætti, þá á hún engan veginn skilið að vera í 12 sæti yfir verstu myndir allra tíma.
Mariah Carey (sem ég hef aldrei þolað og hef ávallt talið vera fyrirmynd allra ”Skanky Hoes“ þar til Christina Aguilera kom fram og ownaði allt Skanky) kemst … ekki alveg hræðilega frá hlutverki sínu sem ”Billie“. Hún einhvern veginn lekur í gegnum alla myndina án þess að fá of margar línur, lekur inn á senuna án þess að maður taki eftir henni og lekur út aftur, hún ofleikur ekki og sýnir eiginlega ekki heldur vondan leik. Hún undirleikur frekar.
Hún á sér fjögur svipbrigði; ”ýkt reið“, ”ýkt hissa“, ”ýkt hrifin“ og ”Ánægður Fíkill að fá morfín skammt eftir þrjá mánuði fastur í vita“. Þetta síðasta er það sem hún ákveður að prýða plastíkfés sitt með mestalla myndina. Þegar Mariah Carey er ”ýkt reið“ horfir hún eitthvert allt annað en hún ætti að vera að horfa og lyftir plastík augnabrúnum eins hátt og þær komast án þess að detta af. En í einu atriðinu vippaði hún fram svipbrigðinu ”ýkt sorgmædd“ og þá fannst mér hún nefnilega ekki alslæm. Og ég stend við það.


En það eru allir hinir hlutirnir…
allar klippingar milli setta byggjast á einhverjum túristaskotum af New York. ZOOOOOOOOOM til hliðar sjáðu hvað empire state er KÚL! ZOOOOOOOOOOOOM í hina áttina sjáðu allt svala fólkið á Manhattan! Á meðan er bassalínu úr einhverju Suga Hill rapplaginu snyrtilega troðið undir.

Fleiri skemmtilegar staðreyndir um Glitter sem taka má eftir:
1. Ein tönn Mariuh Carey er staðsett öööörlítið aftar en hinar. Þar af leiðandi er hún ekki með alveg beinar tennur. Varla dauðasynd í heimi þar sem Steve Buscemi á sér aðdáendur, en Mariah Carey skammast sín svo mikið fyrir þetta að á öllum plötualbúmum hennar er vinstri vanginn sýndur en ekki sá hægri. Myndbönd hennar eru eins. Glitter er engin undantekning. Það er frekar fyndið að taka eftir því að næstum allar innkomur hennar eru frá vinstri, hárið er alltaf yfir hægri vanga, hún hallar alltaf undir flatt til hægri og svo má lengi telja. Auðvitað er ekki hægt að leika alltaf til hægri, en hún gerir djöfulli góða tilraun til þess!

2. Allir góðir svertingjar eru með dredda. Þetta er ekkert djók. Ef gaurinn er góður og svartur þá er hann undantekningarlaust með dredda! Eini ”Vondi Gaur“ Glitter er svartur, og er sá hin sami ekki með Dredda. hann er sko með barðastóran hatt!

3. Billie öðlast frægð sína í myndinni fyrir að vera bakraddasöngkona fyrir vita laglausa kerlingarálft að nafni Sylk, en rödd Billie er notuð í stað Sylk án vitundar Billie. Þegar allt kemst upp þá uppgötvast Billie. Mariah Carey játaði nýverið að fæst lögin í Glitter eru sungin af henni sjálfri og mörg þeirra sem eru merkt henni á soundtrackinu eru í raun og veru sungin af bakradda söngkonu hennar. Ef þetta er ekki kaldhæðni þá veit ég ekki hvað það er.
Sem leiðir mig að ágætum leikara.

Eins og flóðhestur á leikskóla er Terrence Howard ágætur leikari í Glitter. Hann er einhverskonar ”Pimp gone Music Producing“ með hatt og er bara djöfulli svalur sem Timothy ”T“ Walker. Því miður er hann ekki nema í rúmum 10% myndarinnar en hann lyftir þessum prósentustigum úr ”buuuuuuuh“ yfir í ”eeeeh…“.

Closing Arguments -

Glitter. Ég átti von á svo vondu en fékk… tja.
Mér langaði að drekka vítissóda yfir sumum atriðunum, en mér leið eins yfir Age of Innocence. Mér langaði að reka plastgaffal í ennið á ”Da Brat“, en það er ekkert sem maður hugsar ekki hvejra einustu mínútu yfir ”Life With Bonnie“ eða ”Geena Davis Show“.
Kannski er það versti flötur Glitter að henni tekst ekki einu sinni að vera nógu vond, bara svona ”Diet-Vond“ eða ”semi-vond".

í heildina segi ég þessa mynd vera úldna og gef henni

3.5 af tíu.

fyrir að featura líka slatta af Suga Hill. 'S Coo dat Sugah!