Nýjasta afurð guðsins er myndin sem ég ætla að dæma. Þetta er er hin fínasta mynd en langt frá því að vera klassískur Spielberg. Skemmtileg mynd engu að síður og áhugavert er að þetta er að mestu leyti allt dagsatt.

MYNDIN
Fjallar í stórum dráttum um svikahrapp að nafni Frank William Abagnale, Jr (ekki Abagnahlee) sem meðal annars þóttist vera flugmaður. Fyrir utan það að þykjast vera flugmaður falsaði hann ávísanir í stórum stíl. Með því fékk hann alríkislögregluna á hælana og þá sérstaklewga Carl Hanratty og er segir myndin frá sérkennilegu sambandi milli lögreglumannsins og svikahrappsins. Það er enginn annar en Leonardo Dicaprio sem leikur Frank William Abagnale, Jr , hann er nú farinn að leika betur en hann gerði á tímabili, maðurinn byrjaði ágætlega með What´s eating Gilbert Grape en síðan setti fíflið hann Baz Luhrmann(þann mann ætti að skjóta sem allra fyrst, maðurinn er ekki heilbrigður),Leo í myndina Romeo and juliet og þá fór allt í krapperinn. Leonardo lék vel í Gangs of New York. Snillingurinn Tom Hanks leikur Carl Hanratty , aðrir leikarar eru Christopher Walken(The Deer Hunter), Martin Sheen (Apocalypse Now) , Amy Adams(Drop Dead Gorgeous) og síðan Frank John Hughes sem lék Bill Guarnere svo eftirminnilega í Band of Brothers. Það er farið að myndast ákveðið munstur hjá Steven Speilberg, í Minority Report var það Neal McDonough(Boomtown) úr Band of Brothers. Það er spurning hver kemur næst.

DISKURINN
Það er Dreamworks home entertainment sem gefur út diskinn, tveggja diska sett, myndin og aukaefnið seperat. Að sjálfsögðu er ég að tala um region 1 útgáfuna sem kom út 6.maí síðastliðinn en myndin kemur út á Region 2 þann 27.júlí.

MYND
Það er áhugavert að Steven Speilberg hafði engann fastráðinn kvikmyndatökumann framan af, það var ekki fyrr en pólverjinn Janusz Kaminski tók upp Schindler´s List fyrir hann árið 1993 að hann fann almennilegan kvikmyndatökumann. Janusz er að mínu mati einn sá allra besti(líka Darius Khondji, Slavomir Idziak , Conrad L Hall, Andrzej Bartkowiak og Jan De Bont) og hefur hann kvikmyndað allar myndir Speilbergs frá Schindler´s List og hefur óneitanlega sett svip sinn á allar þær myndir. Kvikmyndatakan í Catch me if you can er engin undantekning, yndisleg í alla staði, flottir litir og glamparnir eru helvíti flottir. Það eru ágæt myndgæði á disknum og kemur myndin í widescreen 1.85:1, þótt að mér sé mikið í nöp við þetta aspect Ratio þá fyrirgefst það þar sem það er Janusz sem filmar og Spielberg sem leikstýrir.

HLJÓÐ
Þetta er ein af þessum myndum þar sem mér finnst ekki þurfa beinlínis að hafa DTS- hljóðrás þar sem ekki er mikið um hasar og læti. 5.1 DD rásin er fullkomin, það dempast aldrei hljóðið í samræðum og eru mjög góð hljóðgæði í öllum samræðuatriðum. Umhverfið skilar sér líka vel, svo sem í rigningar atriðinu í byrjun og fá þar bak-hátalararnir að njóta sín til fulls. Í öðrum atriðum þar sem andardráttur er mikilvægur til að ná fram einhverju andrúmslofti skilar hún sér vel og er hljóðrásin kristaltær sem fyrr. Á disknum er fjórar hljóðrásir , DTS- 5.1 , DD 5.1 , DD 2.0 surround og síðan döbbuð frönsk DD 5.1.

AUKAEFNI
Það eru 6 mismunandi hlutar aukefnis á disknum og þeir eru: 1)Behind the camera, sem er í rauninni Making-of en ekki mjög góður making-of þáttu og ekki farið nógu djúpt ofan í gerð myndarinnar,2) Cast me if you can, þarna tala leikarnir og leikstjórinn um af hverju þau fengu hlutverkið og meira í þeim dúr.3) Scoring Catch me if you can, þáttur um vinnu John Williams við myndina og það er líka talað um lögin sem notuð voru í myndinni.4) Catch me if you can-in closing, undarlegur þáttur sem í rauninni ætti ekki að vera sér , það hefði verið betra að skella þessu aftan við making-of þáttinn,5)Frank Abagnale:Between reality and fiction, þetta er nú andskoti áhugavert að því leyti að þarna fer sjálfur svikahrappurinn yfir feril sinn og segir frá því hvað var öðruvísi í alvörunni og í myndinni., 6)The FBI perspective. Þetta er það besta á disknum , fenginn var sérstakur FBI consultant til að gefa myndinni rétt yfirbragð og segir þessi maður frá því hvernig hann koma að gerð myndarinnar. Síðan er klassískur Steven Spielberg pakki á disknum, svokallaður “the Archives” hluti sem hefur að geyma , framleiðslunótur, hlutverkanótur(allt hafi komið fram áður), upplýsingar um leikara og þá sem stóðu að myndinni(ferilskrár og fleira) og myndagallerí(3). Það sem vantaði alveg er poster-gallery og trailerar og tv-spots, þetta er helvíti skrítið því að í archive hluta á A.I og Minority Report diskunum voru trailerar.

Í LOKIN
Það sem vantar alltaf hjá Steven Spielberg er auðvitað Commentary track frá honum sjálfum og er maðurinn alveg ótrúlega þrjóskur að drífa ekki í þessu. Ég sá nú samt frétt um það að það verði kannski commentary á hugsanlegri 10 ára útgáfu á Schindler´s List í haust. Það er nú DVD diskur sem ég hef beðið eftir ansi lengi og eflaust margir aðrir. En það er gaman af þessari DVD útgáfu hans Spielberg. Þessi útgáfa fær 8.0.

KURSK