Leikarinn Bill Paxton er um þessar mundir að leikstýra mynd sem nefnist Frailty. Þetta er gothic thriller sem fjallar um mann (leikinn af Matthew McConaughey) sem reynir að sannfæra FBI útsendara( Powers Booth) að bróðir sinn sé morðingi sem kallar sig “Guðs hendur”. Ástæðan fyrir því er að faðir þeirra (Bill Paxton) var trúarofstækismaður og átti að hafa fengið skipanir frá guði um að drepa djöfla í mannsmyndum og hafði hann fengið þá bræður með sér í einhverja slátrun þegar þeir voru ungir. En þessi maður trúir því að bróðir sinn sé að klára verk pabba gamla. Sko ég hef aldrei fílað Bill Paxton sem leikara og ég veit að þetta hljómar mjög illa(söguþráðurinn) en ég hef heyrt að þessi mynd verði mjög anti-hollywoodleg og að hún sé mjög drungaleg(gothic-leg). Matthew sagði að það væri áhætta að taka þátt í þessari mynd vegna þess hversu óvenjuleg hún er en hann varð mjög hrifinn af handritinu þegar hann las það. Bill Paxton sagði að myndin yrði superdark og mjög flókin og að hún gæti hneikslað suma.
Ég bara vona að hann sé betri leikstjóri en leikari.

Cactuz

—-*—*—*
—–*–*–*
——*-*-*
——–*
——–*
——–*