Fyrst ætla ég að segja að Bowling for Columbine er frábær mynd og Michael Moore er mikill maður. En gagnrýni hefur verið á trúverðugleika Bowling. Sú gagnrýni hefur verið t.d.
“Hann (Michael) labbar í banka og stofnar reikning og kemur út með riffil í staðinn. Þetta er sviðsett því það er ekki afhent rifillinn á staðnum, þú þarft að uppfylla vissar kröfur og færð hann svo eftir einhvern tíma.” -Riddler, tekið af http://www.hugi.is/kvikmyndir/korkar.php?.sMonitor=view post&iPostID=1095549&iBoardID=292
Þetta atriði var ekki sviðsett sbr.:
“I put $1,000 in a long-term account, they did the background check, and, within an hour, walked out with my new Weatherby-just as you see it in the film.” -Michael Moore, tekið af http://www.bowlingforcolumbine.com/about/faq.php.
Önnu r rök voru: “Herstöðin í myndinni sem Moore talar um að framleiði sprengjur og drápstól, framleiðir í raun gervihnetti.” -Riddler, sama og að ofan.
Ööh, nei. Þessi “herstöð” framleiðir flugskeyti sem skjóta upp gervihnöttum, hafa staðreyndir á hreinu. En það er ekki málið, í myndinni er hvergi sagt að Michael sé neinstaðar nema hjá Lockheed í Littleton, sem er flugskeytaverksmiðja. Þessi verksmiðja framleiðir samt skeyti sem senda upp, t.d. kjarnorkusprengjur og njósna-gervihnetti.
Að lokum ætla ég að benda öllum á síðu Michaels, http://www.michaelmoore.com/, og hvetja alla til að sjá Bowling for Columbine.