Það eru til nokkrar gerðir af bíó gestum.Það eru auðvitað lúserarnir sem klappa þegar myndin er búin eða þegar hetjan segir einhverja klisju setningu.Svo eru það audda gaurarnir sem nenna ekki að slökkva á símunum eða þá setja þá á silent og láta hringja í sig svo nokkrum sinnum þegar eitthvað rosa spennandi er að gerast og finna ekki símann.Og að ógleymdum aðilunum sem verða alltaf að fara á klósettið þegar aðal spennan er í gangi.Og svo gaurarnir sem kunna ekki að hlæja heldur hneggja,öskra eða gefa frá sér einhver ómennsk óhljóð?Zombiarnir sem koma inn í salinn án þess að kaupa sér neitt setjast,sýna engar tilfinningar og fara (100% gagnrýnendur)En þetta er víst bara hluti af bíó stemmingunni!!