Ég gerði mér ferð í Perluna á DVD og tónlistardögunum og keypti mér nokkra DVD diska og þeirra á meðal Jurassic Park. Ætlast til þess að flestir þekki myndina fyrir þannig ég ætla að fara fáum orðum um söguna. Myndin snýst í meginatriðum um ferð tveggja vísindamanna, Alan Grant(Sam Neill) og konunni hans(Laura Dern) á eyju þar sem risaeðlur hafa verið vaktar til lífsins, í skemmtigarði. Myndin er að öllu leiti unaðsleg skemmtun og tæknibrellurnar voru(1993) það flottasta sem nokkurn tíma hafði sést. Risaeðlur sem voru svo ótrúlega vel gerðar að enginn gat trúað öðru en þarna væru komnar raunverulegar risaeðlur á skjáinn.

En það sem ég ætlaði að fjalla um var DVD diskurinn. Myndin er í Widescreen og með bestu mynd og hljóðgæði sem völ er á. Aukaefnið er nú ekki af rýrari kantinum því hér er að finna 50 mínútna langa, mjög fróðlega og skemmtilega,heimildarmynd um gerð myndarinnar, fundi sem haldnir voru áður en tökur hófust, “storyboards” og nokkurra mínútna langar myndir um leit tökuliðs að réttum stöðum til að taka myndina. Einnig er að finna “trailera” fyrir allar 3 Jurassic Park myndirnar, upplýsingar um allar þær risaeðlur sem sjást í myndinni og margt margt fleira.

Þetta er mynd sem er “must have” fyrir alla sem elska góðar tæknibrellur, spennumyndir, nú eða bara þá sem vilja bæta einum góðum disk í safnið. Að mínu mati ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð.
“Xerxes! DIE!!!” - King Leonidas(300)