Málið með "The Matrix: Reloaded" Ekki lesa þessa grein ef þú ert ekki búinn að sjá Matrix 2.

Ég hef verið að heyra það sumstaðar og lesið nokkuð um það á imdb.com að það sé nokkuð margir sem eru ósáttir við nýju matrix myndina. Það eru ýmsar tilgátur um af hverju hún er ekki eins góð og sumir héldu að hún yrði. Til dæmis er talað um rave dansinn í Zion, sagt er að þetta atriði hafi verið alltof langt og of leiðinlegt, ástarsenurnar með Neo og Trinity hafi verið einum of og flest öll atriðin sem ýta sögunni áfram á milli hasarsins séu óþarfi og leiðinleg. Það er auðvitað toppað með því að halda fram að söguþráðurinn sé lélegur og það vanti samhengi í hann. Þetta er ekki það eina sem ég hef verið að lesa um og heyra, en það eru þessi mál sem angra mig mest. Núna ætla ég að byrja nöldur mitt á því að rökræða eða tuða svoldið um þetta mál.

Til að byrja með þá finnst mér dans atriðið í Zion ekkert of langt, það var ekki heldur óþarfi, en það var alls ekki nauðsinlegt. Til hvers þá að hafa það? Kanski til þess að sýna að þrátt fyrir að það sé ekki til neitt Hollywood lengur þá getur fólk ennþá skemt sér… veit bara ekki. En málið er að þetta er flott atriði sem á alveg rétt á að vera í myndinni. Fólk virðist líka gleyma að er ekki bara þetta dans atriði sem gerist í Zion heldur þá eru allskonar atriði sem gefa sögunni dýft og kynnir allskonar persónur og gerir heiminn sem Matrix á sér stað í kunnuglegri.

Senan þar sem Neo og Trinity er flott. Wachowski bræðurnir vita alveg hvað þeir eru að gera hérna, og ef einhver hefur séð Bound þá veit hann hvað ég er að tala um. Sumir halda kannski að fólk eigi ekki kynmök í matrix heiminum…

Eitt það sem hefur pirrað mig mest er þegar fólk segir að atriðin á milli bardaga atriðanna séu óþarfi, langdreginn og leiðinleg. Fyrir þá sem hugsa svona: Reynið að ýminda ykkur myndina án hasarsins, þá er maður kominn með ósköp venjulega ástar/drama í staðinn, ekki satt? Eftir það skulið þið sjá fyrir ykkur myndina án söguþráðsins og atriðanna sem fylgir þeim, hvað höfum við þá? Sumir sem lesa vita að auðvitað er myndin alveg frábær, en það eru einstaklingar sem virkilega hald að matrix 2 hafi bara átt að vera endalaus hasar. Ekki var fyrsta myndin þannig ég bara spyr?

Ég ætla ekki einusinni að fara út í söguþráðinn, hann er bara snilld og það er ekkert hægt að gera til þess að breyta því. Um að gera að sjá þessa mynd tvisvar og reyna að skilja hana betur í seinna skiptið.
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*