Maður er eiginlega enn í losti eftir að hafa séð þessa mynd.
Hún heldur svona góðu, en þó í sumum atriðum leiðinleg.
Margir muna eftir hinni myndinni sem sló í gegn á stuttum tíma, en Leikstjórarnir hafa sýnt snilldina sem býr á bak við svo erfiðan og flókinn söguþráð.

Neo, eða mr. Anderson, er nú orðinn vanur nýja heiminum sem hann varð að venjast.

Nú eru sex mánuðir síðan hann fór inn í veröld véla.

Hann og Trinity er náttúrulega byrjuð saman og deila rúmi og fl.

Nema að hann dreymir oft skrýtna drauma eða réttara sagt martraðir.

Draumurinn virkar þannig að hannsér Trinity falla úr húsi og deyr.

Nebukadnesar (vona að það sé skrifað rétt) lendir í einu borg manna, Zion.

Þar er mikið talað og seinna um völdið heldur Morpheus ræðu sem heillar alla, því að vélarnar eru að koma til að eyða Zion, sem er eina borgin sem er eftirlifandi.

Þarna kemur boring hlutinn. Neo og Trinity fara upp á herbergi og gera dodo. Á meðan er svaka dans atriði og alles. Þetta stendur í ca. 10 min :(

Þarna kemur inn nýr leikari, Link að nafni sem er leikinn af gaurnum í hjólastól í Oz.

Líka kemur inn Naiobi sem er gömul kærasta Morpheusar.

Anywho, Neo, Trinity og Morpheus fara og reyna að ná lyklasmið til að geta opnað einhverjar dyr. Og The Twins sem eru viðbjóðslegir draugar, eru líka á eftir þeim.

Agent Smith kemur aftur sem mergir Smithar, og Neo leikur sér auðvitað að þeim.



Frábær mynd með góðum söguþræði og mar bíður spenntur eftir þeirri næstu. ***/****