Ég horfði á þessa mynd hjá vini mínum um daginn og verð ég að segja að þessi mynd er algjör snilld.

Myndinni er leikstýrt af Joel Schumacher en hann hefur áður leikstýrt myndum eins og Bad Company(2002) og Tigerland(2000).
Með aðalhlutverk fara þau Katie Holmes, Colin Farrell og Kiefer Sutherland.

Stu((Farrell)sem er maður sem á nokkurn vegin allt sem manni girnist, fullt af peningum, konu sem elskar hann og margar “vini”) lendir í ansi erfiðri aðstöðu einn daginn þegar hann er að bíða eftir aðstoðamanni sínum fyrir utan símaklefa þegar síminn hringir. Í símanum er leyniskytta(Sutherland) sem hótar að drepa hann ef hann gerir ekki hitt og þetta. Stu kemst fljótt að því að hann er í mun verri aðstöðu en hann hefði nokkurn tíma getað ímyndað sér.

Þessi mynd þróast mjög skemmtilega þrátt fyrir stuttan sýningartíma eða aðeins um 70 mínútur(ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að gera lengri mynd ef hún gerist í símaklefa mest allann tímann)

Ég gef þessari mynd **** af ***** mögulegum og er vel þess virði að sjá.

Heimildir: www.imdb.com
ViktorXZ