The Usual Suspects (1995) Árið 1995 var ákveðið að gera mynd eftir handriti Christopher McQuarrie sem að hafði fengið nafnið The Usual Suspects. Hann og Bryan Singer leikstjóri myndarinnar höfðu verið vinir í háskóla og þegar gert eina mynd saman sem að hét Public Access. Christopher hafði skrifað handritið með Kevin Spacey í huga fyrir hlutverkið Verbal Kint og þegar að Spacey var búinn að lesa handritið vildi hann leika Verbal án þess að vita það að honum hafði alltaf verið ætlað að leika hann. Erfitt var þó að fá Gabriel Byrne til að leika í myndinni þar sem að hann þurfti að glíma við ýmis persónuleg vandamál. En að lokum féllst hann á að gera myndina. Chazz Palminteri hafði einnig áhuga á að leika í myndinni eftir að Bryan Singer talaði við hann en hann hafði aðeins eina viku til að vinna að henni. Þeir náðu þó að leysa það og eftir að hafa ráðið einnig Stephen Baldwin,Benicio del Toro og Kevin Pollak gat þá Singer loksins farið að hefja tökur.

Þegar kom að tökunum þá var hlutverkið sem að Benicio del Toro leikur með næstum engum texta í handritinu. Varð hann því að spinna helling um leið og Singer hrópaði “Action” og er hellingur af hlutunum sem að Fenster segir í myndinni bara bull. En 2 vikum áður en Bryan Singer átti að skila af sér myndinni lá hann í svefnpokanum sínum hliðin á tölvunum sem að notaðar voru til að klippa myndina og fannst honum þá að endirinn á myndinni væri ekki nógu skýr. Eyddi hann þá þessum tveimur vikum með klipparanum John Ottman í það að breyta endinum svo að hann væri auðskiljanlegri fyrir alla.

Síðan kom að frumsýningunni og stuttu eftir hana fóru þá allir aðalleikararnir nema Stephen Baldwin til Cannes til að sýna myndina þar. Þar var þeim ótrúlega vel tekið og fékk myndin góða dóma.

“I don't believe in God, but I'm afraid of him”

Myndin sjálf byrjar í bát þar sem að Dean Keaton (Gabriel Byrne) liggur á bakinu og að honum labbar maður í dökkum fötum og áhorfendur myndarinnar fá ekki að sjá andlit hans. Dean veit greinilega hver þetta er og er síðan stuttu seinna drepinn af þessum manni. Eftir þetta atvik er Verbal Kint (Kevin Spacey) tekin í mjög harða yfirheyrslu af Dave Kujan (Chazz Palminteri) og er þar látinn segja frá hvað hafi gerst um borð á þessum báti. Hann segir Dave að það hafi eiginlega verið lögreglunni að þakka hversu illa fór á þessum bát þar sem að hann og fjórir aðrir glæpamenn voru teknir í sakbendingu grunaðir um að hafa rænt flutningabíl fullan af skotvopnum. Á lögreglustöðinni kynnast þeir þó að þeir hafi eiginlega allir heyrt um hvern annan og tala um að fremja glæp saman. Eftir stutt samstarf þeirra hitta þeir mann sem að heitir Kobayashi (Pete Postlethwaite) og segir hann þeim að maður að nafni Keyzer Söze vilji fá þá til að vinna verk fyrir sig en þeir neita í fyrstu. Fá þeir þá að vita það að þeir skulda þessum manni allir útaf fyrri glæpum sem að þeir hafa gert og hafa komið Keyzer Söze frekar illa. Eftir þetta hefst atburðarrás full af frábærum plottum og mögnuðum persónum. En hver er Keyzer Söze? Ef þú veist það ekki, drullaðu þér þá útá leigu og leigðu þessa mynd.

“The greatest trick the devil ever pulled was convincing the world he didn't exist”

Leikstjórn: Bryan Singer
Aðalleikarar: Gabriel Byrne,Kevin Spacey,Stephen Baldwin,Chazz Palminteri,Kevin Pollak,Benicio Del Toro og Pete Postlethwaite.
Kvikmyndataka: Newton Thomas Sigel
Klipping: John Ottman
Framleiðsluár: 1995
Lengd:106 mín
It's time to change