What Women Want - Umfjöllun - 7/10 Nýlega komst ég á screener sýningu nýjustu myndar Nancy Meyers What Women Want með Mel Gibson og Helen Hunt í aðalhlutverkum.

Ég sá “trailerinn” fyrir skömmu og bjóst þar af leiðandi við stórkostlegri mynd. Það var nákvæmlega sem ég fékk. Myndin er rúmar tvær klukkustundir, hann er gáfaður, fyndinn, kynþokkafullur og það er hægt að fyrirgefa honum að leika svona karlrembu eins og hann byrjar á að gera. Skömmin er þó í því að leikkonur myndarinnar eru að engu leiti samanburðarhæfar við afbragðsleik Mel´s. Mér fannst að Helen hafi ekki verið nógu og vel valin fyrir hlutverk þeirrar konu sem Mel fellur fyrir, bæði vegna þess að það lítur út fyrir að það sé enginn ástríða á milli þeirra og að Helen er of karlmansleg til að sýna þá kvenlegu eiginleika þeirrar konu sem maður myndi án efa reyna við ef maður hefði hæfileika Mel´s í þessari mynd. Reyndar var ástríðan á milli Mels og Marisu Tomei i myndinni alveg pjúra snilld og eitt af bestu atriðum myndarinnar þegar þau eru saman en því miður fékk Marisa lítið að njóta sín í myndinn og kemur aðeins fyrir í 4 atriðum eða svo.

Myndin byrjar mjög vel og er alveg hrikalega fyndin fyrstu klukkustundina eða svo, manni líður virkilega vel og sáröfundar Mels af hæfileikum hans. Svo allt í einu kemur eitthvað fáránlegt yfir handritshöfundinn og hann byrjar að blanda þessari amerísku væmni inn í þetta sem er svo typical í heimi kvikmynda um þessar mundir. Mynd þessi er einnig of löng, þá er ég ekki að tala um atriðin þegar Mel er að spá í kvenfólki heldur öllum þeim atriðum sem eru á milli Mel og Helen þar sem of mikið er af tilgangslausum samtölum og kynni þeirra er ýtt út í öfgar. Hefðu þeir tekið eins og 20 mínútur í burtu af Mel og Helen hefði þetta verið afbragðs afþreying að öllu leyti, en svo er ekki. En það sem skiptir máli er að titill myndarinnar er ekki í öllu samræmi við þá lýsingar sem kvenmenn hafa í myndinni og innsýn inn í þeirra hugarheim er oft á tíðum báglegt og sýnir fram á að konan er ekki eins flókin og fólk heldur. Það er einmitt svo skrítið vegna þess að kvenmaður leikstýrir myndinni…eða sú er bara raunin…Ég myndi búast við að karlmenn myndu fara á myndina til að leita að nýju innsæi en í sjálfum sér fær maður ekki neitt slíkt út úr henni.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá mun þessi mynd draga þig að sér af fölskum forsendum og þegar henni er lokið þá myndirðu óska þess að þú hefðir gert eitthvað annað við tímann sem fór í hana. Myndin er alls ekki léleg, það er einungis seinni hluti hennar sem dregur hana svona niður, fyrri helmingur myndarinnar er endalaus snilld og ekkert annað. Mel heillar þig upp úr skónum, Helen lætur þig fá ógeð á sér og í sjálfum sér vill maður halda að þessi mynd sé flopp þangað til að maður rifjar hana upp í heild sinni eftir að maður stígur út af henni. Málið er að handritshöfundar hefðu getað gert miklu betur og leikaraval að undanskildum Mel Gibson hefði getað verið miklu betra einnig.

Gef þessari mynd 7 stjörnur af 10 mögulegum.

ScOpE