Við vorum á leiðinni á myndina Identity í boði xB um daginn enn ******** gaurinn í afgreiðsluni sagði okkur að fara í sal 4 enn myndin var í sal 1. Enn við nenntum ekki að skiðta um sal þannig að við sáum þessa bara í staðin og verð ég að segja að þessi mynd var alveg ágæt. Roger Donaldson leikstýrði myndina og Al Pacino, Colin Farrell og Bridget Moynahan léku aðalhlutverkin.

Myndin fjallar um ungan pilt sem er tölvusnillingur (Farell) sem hannaði sérstakt forrit sem hann er að reyna að selja. Einn góðan veðurdag kemur eldri maður (Pacino) og býður honum starf hjá CIA. Eftir mikla þjálfun fer svo ævintýrið af stað og gerista margt sem maður fattar ekki strax í myndinni.

Ekki hafa miklar væntingar samt, hún er ekki eins spennandi eins og maður heldur. The Recruit er ágætis afþreying og er þetta mynd sem maður verður ekki endilega að sjá.

Ég gef myndinni 65%, góður leikur, ágætur söguþráður og svona.

Góða skemmtun.
kv. Sikker