Leikstjóri: Steve Barron
Handrit: John R. Smith
Tagline: He Knows F.A. About Football.
Tegund myndar: Grínmynd
Land: England
Framleiðsluár: 2001
Lengd: 89 mín
Aðalhlutverk: Ricky Tomlinson, Amanda Redman, Robbie Gee, Geoff Bell o.fl.

Mike Basset er framkvæmdarstjóri Norwich og var að vinna sinn fyrsta titil fyrir félagið og er dáður af stuðningsmönnum félagsins. Hann fær svo tilboð um að stjórna enska landsliðinu, því að þávrandi þjálfari liðsins hafði fengið hjartaáfall við að messa yfir mönnum í hálfleik og engin annar vildi starfið.
Hann ræður til sín tvo aðstoðar menn, annar er vinnur við að selja notaða bíla og oftar en ekki segir hann nei, hinn er mesti já-maður sem um getur og segir aldrei nei nema að hann sé sérstaklega beðinn um það(fínt að hafa smá jafnvægi þarna).
Í enska liðinu eru leikmennirnir hver öðrum skrautlegri t.d. “Smallsey”(Robbie Gee)markahæsti maður liðsins sem hefur ekki skorað í tvö ár síðan að hann skut yfir úr vítaspyrnu, tveir miðjumenn sem virðast nánast nota sama heila og Gary Wackett eða “Wacko”, varnarmaður sem hefur leikið 29 landsleiki en aðeins klárað 5 þökk sé rauðra spjalda.
Basset á að koma þessum hóp á HM í Brasilíu en það verður sko enginn hægðrleikur.
Þessi mynd er látin spilast svipað og heimildarynd og það virkar nú alveg einstaklega vel, Ricky Tomlinson sem hefur leikið í þáttunum “Crackers” og myndinni 51st state leikur Mike Basset nær óaðfinnanlega, allir aukaleikararnir standa sig með prýði fyrir utan, Geoff Bell sem leikur Wacko, hann er hreint útsagt stórkostlegur og ég get svarið það að ég sá glitta í Roy Keane í presónunni hans. Steve Barron er alveg að standa sig ágætlega í leikstjórastólnum.
Handritshöfundurinn hefur greinilega fyrst og fremst verið að taka fyrir bresku pressuna sem gerir mikið úr því þegar enska liðinu gengur illa og honum tekst það alveg djöf*lli vel.

****/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.