Margur maðurinn tekur kannski eftir því að þegar kvikmynd er lokið þá getur maður séð í kreditlistanum að það kemur upp “based on a novel by…” og það er umræðuefnið mitt í þetta sinn. Nú á tímum er orðið mun líklegra að maður taki eftir því að kvikmyndir eru gerðar eftir bókum eða eftir áður skrifuðu efni, eða einfaldlega eftir raunveruleikanum. Hugsunin hefur oft synt um vatnið kringum litla heilann minn og í þetta sinn ákvað ég að koma þessu á framfæri á honum Huga kallinum og ath. svör ykkar og álitanir. Ætli þetta sé vegna alvarlegs hugmyndaskorts kvikmyndagerðamanns nútímans eða er það bara ég? Ekki að ég sé einhver no-life gaur eða einhver stigahóra, heldur hefur þetta bara pirrað mig dálítið gegnum tíðina og ég vil vita hvort að samtími kvikmynda þurfi meiri vangaveltur frá snillingum en ekki frá einhverjum peningaplokkurum frá Hollywood sem að gera ekki myndir nema að þeir hafi Sly Stallone eða Arnold S. í för með sér.

Þegar maður horfir á kvikmynd gerða eftir skáldsögu sem er þess virði að taka upp á filmu, tekur maður eftir því að þetta sé ekki mynd sem að kemur úr höndum handritshöfundsins. Jafnvel áður en kreditlistinn rúllar yfir. Maður sér strax að þetta er áður útgefið listaverk nema maður sé að fara á mynd eftir karlmann eða kvenmann sem maður veit að er snillingur fyrir. Nú víst að Kieslowski sé dáinn (blessuð sé minning hans) hafa margir kvikmyndaaðdáendur um heim allan syrgt það að snillingur hafi andast. Enn ein vonin glötuð. Glötuð frumlegheit sem þurfa ekki áður útgefið efni til að koma heilanum í gang. Ekki það að ég hafi á móti kvikmyndum eftir bókum eða sönnum atburðum, heldur er ég leiður á því að arftakar Hollywood mynda séu að verða fleiri og fleiri. Ef sú kenning stenst hjá mér er framtíð góðra og snilldarlegra kvikmynda farin í vaskinn.

Annað umræðuefni sem ég vil líka koma í gang er um of mikið af efni úr kvikmyndum sé sýnt í auglýsingunum. Ég veit að þið séuð kannski ekki sammála mér í alla staði, en mér finnst t.d. að Hollywood framleiðendur séu að sýna of mikið úr myndunum í auglýsingunum til að koma því á framfæri hve myndin sé góð. Er ekki hægt að koma því öðruvísi á framfæri heldur en að þurfa að sýna alla myndina í auglýsingunni? Tökum grínmyndir sem dæmi. Allir brandararnir og klassakvótarnir úr myndunum eru teknar og settar í auglýsingarnar. Fólk sér þær og fattar: “Hey! Þessi mynd er fyndin! Ég ætti kannski bara að skella mér á hana!” En það sem fólkið fattar ekki er að það skemmtir sér EKKERT á myndinni sjálfri. Hversvegna? Nú, því að það sá allt það skemmtilega úr myndinni í auglýsingunni. Samasem = fólkið skemmti sér betur við það að horfa á auglýsinguna en að horfa á kvikmyndina sjálfa.

Þetta gæti ekki verið klassískara vandamál hjá kvikmyndaunnendum.

Alvöru kvikmyndaaðdáendur ættu að fatta það þegar þeir horfa á slíkar auglýsingar í kvikmyndahúsum, heima í stofu eða whatever. Að það sé ekki þess virði að fara á kvikmynd sem að ALLT, já, nákvæmlega ALLT sé sýnt í auglýsingunni. En auðvitað er þetta gert hjá peningaplokkurum bandarísku þjóðarinnar (og frá nokkrum löndum í viðbót) því að þeir vita að þeir græða pening. Þegar allt kemur til alls í kvikmyndum er lokaorðið = peningar. Nema hjá vanmetnum snillingum sem að fólk telur sig ekki hafa tíma til að glápa á.

Ég skal segja ykkur eitt…… það er miklu meiri tímaeyðsla föld í því að horfa á bíómynd sem að maður veit hvað gerist í, heldur en bíómynd sem maður veit ekkert hvað gerist í.

- Kexi
_________________________________________________