Ég loksins nennti að fara á þessa mynd og verð ég að segja að Þessi mynd er nokkuð góð. George Clooney leikstýrði og lék í myndinni enn handritshöfundar voru þau Charlie Kaufmann og Chuck Barris enn myndin fjallar um hann. Myndin fék góða viðtökur og gefur imdb.com myndinni 7,2 af 10. Myndin hefur þénað um $6,5 milljónir út í BNA. Margir frægir leikarar leika í myndinni enn í henni eru t.d. Drew Barrymore, Julia Roberts og Sam Rockwell.

Myndin sjálf fjallar um lífskeið Chuck Barris sem er án efa einn frægasti dagskráhöfundur í bandarísku sjónvarpi enn hann kom með þætti eins og The Dating Game og The Gong Show sem eru núna sama og íslenska Djúpa Laugin og síðan bandaríski þátturinn American Idol. Í myndinni er saga hans rakin allt frá ári 1953 til ársins 1981 og sagt frá hans leið frá bara einhverjum manni að vinsælum og virtum dagskráhöfundar. Enn einn góðan veðurdag kemur dularfullur maður að nafni Jim Byrd, leikinn af George Clooney, og bíður honum starf sem óopinber CIA meðlimur. Eftir þessa heimsókn breytist allt um hann og eina leiðin til þess að vita meira er að fara sjálfur á hana.

Ég skemmti mér vel á þessari mynd og var ég ekki vonsvikinn eða eitthvað solleiðis. Ég gef þessari mynd 90% í einkunn. Allveg must að fara á þessa mynd.
kv. Sikker