Það eru mörg systkini í kvikmyndabransanum í dag og tók ég niður lítin lista af nokkrum systkinum sem ég fann. Það eru auðvitað miklu fleiri systkini þarna úti en ég ákvað að láta þetta duga. Endilega komið með fleiri systkini sem ég hef gleymt

Owen Cunningham Wilson er betur þekktur sem einfaldlega Owen Wilson. Hann var vandræðaunglingur sem ólst upp í Texas og er fæddur 18.nóvember 1968. Nýjasta myndin hans er Shanghai nights með Jackie Chan sem er framhald af Shanghai noon. Kvikmyndaferillinn hans byrjaði árið 1994 þegar hann skrifaði og lék í Bottle rocket ásamt vini sínum Wes Andersan. Hann á líka heiðurinn af Rushmore og the Royal Tenenbaums.
Luke Cunningham Wilson er yngri bróðir Owens og er fæddur 21.september 1971. Hann hafði fyrst áhuga á íþróttum og dúxaði í langhlaupi og á hann met í St. Mark's School í Texas bæði og 400m og 800m hlaupi. Kvikmyndaferill hans byrjaði líka ´94 í Bottle Rocket og var hann líka í Rusmore og The royal Tenenbaums. Gott að eiga góða fjölskyldu……. Hann var líka í myndum eins og Charlies angels og Legally blond.

Jason London er fæddur 7.nóvember 1972 í San Diego Kaliforniu. Hann er gifur Charlie Spradling og á með henni litla stelpu sem fékk nafnið Cooper. Margir muna kannski eftir honum úr snjóbrettamyndinni Out cold. Yngri systir hans og Jeramy, Diedre dó í bílslysi.
Jeremy Michael London er tvíburabróðir Jasons. Og er auðvitað fæddur 7.nóvember 1972. Frægasta hlutverkið hans er ef til vill TS í Malrats (Kevin Smith) og nappaði hann hlutverki í Party of five á móti Neve Campell.

Christopher Kennedy Masterson kemur frá Long Island NY og er fæddur 22. Janúar 1980.
Lék smáhlutverk í Beethoven's 2nd þar sem bróður hans Danny var í nokkuð stærra hlutverki. Þeir voru ekki að leika bræður svo þeir sögðu engum að þeir væru skyldir en svo þegar framleiðendurnar voru að fara yfir myndina sáu þeir hvað þeir voru líkir svo þeir endurtóku öll atriðin með Chris með öðrum leikara.
Núna í dag er hann í sambandi við Laura Prepon úr That 70's Show og búa þau saman.
Danny Masterson fæddist þann 13. Mars 1976 í Albertson, Long Island, New York. Leikur hann oft aukahlutverk í myndum. Hefur hann t.d birst í Dracula, Face/off og The faculty.

Julia Fiona Roberts þekkja allir. Er hún fædd 28. Október 1967 í Smyrna, Georgia, USA. Í æsku langaði henni að verða dýralæknir og hafði engan áhuga á leiklist en þegar bróðir hennar Eric varð nokkuð vinsæll í Hollywood greip hún tækifærð og varð enn vinsællri en Eric. Eins og allir vita! Hún hefur verið orðuð við nokkuð marga karlmenn eins og Keifer Sutherland, Benjamin Bratt, Mathew Perry og Jason Patric. Giftist tvisar, fyrst Lyle Lovett og síðar Daniel Moder júli 2002 og eru þau enn saman í dag.
Eric Anthony Roberts fæddist þann 18. April 1956 í Biloxi, Mississippi, USA. Árið 1981 lenti hann í bílslysi og var 3 daga í dái. Áður en hann lék í kvikmyndum þá var hann í tvemur sápuóperum “Another World” og “How To Survive a Marriage.” Engin skyldi undra ef hann sé nokkuð svekktur yfir velgengni systur sinnar og að hann sé þekktur sem bróðir Juliu Roberts en ekki öfugt.

Mark Robert Michael Wahlberg fæddist 5.júni 1971 í Dorchester, Massachusetts, USA. Hann byrjaði ferill sinn sem rapparinn Marky Mark og núna einn af topp leikurunum í Hollywood. Hann kláraði ekki skóla og var dæmdur fyrir ýmsa smáglæpi en það var síðan presturinn í hverfinu sem beindi honum á beinu brautina. Donnie bróðir hans gaf honum tækifæri í tónlistarheiminum og þrátt fyrir littla sönghæfileika varð hann vinsæll. En vinsældir hans gætu hafa stafað að því að hann endaði alltaf á boxer á sviðinni. Ferill hans sem Marky Mark endaði þó illa og sneri hann þá sér að leiklistinni og allir vita afgangin.
Donnie Whalberg fæddist þann 17 ágúst 1969 í Boston, Massachusetts, USA og ólust báðir bræðurnar upp i slæmu hverfi í Boston og lifðu við fátækt. Það breytist allt þegar New kids on the block urðu frægir og Donnie fór að þéna pening. Hann sést núna á Stöð 2 á sunnudagskvöldum í Boomtown og leikur líka í Dreamcatcher

Ashley Olsen og Mary-Kate Olsen komu í heiminn 13 júni 1986 í Sherman Oaks, California, USA. Byrjuði ferilin árið 1987 í þáttaröðinni Full house. Eru með mánaðarlegt tímrit sem kallast Mary-Kate and Ashley magazine. Þær hafa leikið í u.þ.b 35 myndum og sjónvarpsþáttum.

Joey Lawrence fæddist þann 20. April 1976 í Philadelphia, Pennsylvania, USA. Hann var tilnefndur á 50 Most Beautiful People in the World listanum í Maí 1994 í People tímaritinu.
Matthew Lawrence fæddist 11. febrúar 1980 í Abington, Pennsylvania, USA. Hann birtist oft í unglingablöðum þegar hann var yngri en neitar núna að gefa viðtöl í þannig blöð. Hann hefur mikin áhuga á dýrum og langar að verða dýralæknir.
Andy Lawrence fæddist 12. janúar 1988 í Philidelphia, Pennsylvania, USA. Hann byrjaði í bransanum þegar hann var þriggja ára og enn í dag heillar hann fólkið með brosi sínu og yndisleika.

Jerry O´Connell fæddist þann 17. Febrúar árið 1974 í New York, New York, USA. Var m.a í sambandi við Sarah Michelle Geller og lék í tónlistarmyndbandi hjá Mariuh Carey við lagið Heartbraker. Hann leikur núna í sjónvarpsþáttunum Crossing Jordon og Sunset division.
Charlie O´Connell fæddist 21. April 1975 í New York, New York, USA. Hann og Jerry búa saman og léku saman bræður í The New guy. Chalie hefur m.a leikið í Cruel Intentions og Dude where´s my car.

Þannig hljómar listinn minn og ég er pottþétt að gleyma einhverjum nöfnum! Svo í staðin fyrir að segja: ´hey þú gleymdir…….´ látið þá fólkið bara vita af þeim systkinum sem þið vitið um.

Takk fyrir mig
Kuldi
________________________________________________