Nú var ég enn einu sinni að heyra að Gladiator væri besta mynd í heimi?! Gladiator var alveg þokkaleg og á köflum frábær en þetta er ekkert nýmeti. Þetta er bara tíundaáratugs túlkun á myndum eins og Spartacus (eða Sporaticus til heiðurs A. Silverstone) og Ben Hur. Hún er ekkert betri en kennski ekkert verri heldur. En besta mynd í heimi? Ég gæti rúllað út nöfnunum á 10 myndum án þess að hugsa mig um sem eiga þann titil betur skilið.