Jæja…..við fórum í gærkvöldi upp í Vídeoleiguna til þess að leiga okkur mynd og fundum þessa mynd. Fyrst sögðum við að þetta væri mesta rusl sem hægt væri að horfa á, sem er nú reyndar alveg rétt, enn leigðum hana samt. Ég verð að segja að þessi mynd er algjört crap enn maður er að drepast úr hlátri yfir því hvað atriðin eru asnarleg. Kung Pow er mynd sem er verið að gera grín af þessum gömlum Martial Arts myndum með sína galla eins og talsetningarnar enn í Kung Pow er tekin mörg atriði úr mynd sem heitir “Hu He Shuang Xing” eða “Tiger & Crane fists” á ensku. Leikararnir og nokkrar senur eru síðan bara klippt inn á myndina.

$12 milljónir þenaði myndin í bíóhúsum út í BNA og fékk ágætis viðtökur hjá fólki. Endirinn á henni var eins og framhaldsmynd enn ég held að það var bara gert í gríni og það mun ekki koma nein Kung Pow II, allavegum vonum það ekki.

Myndin fjallar um mann sem kallast “The Chosen One” og hans leið til þess að myrða manninn sem drap fjölskylduna hans. Margt liggur á hans leið enn þar á meðal belja, fullt af köllum.

Ég mæli með að þið sem hafið ekki séð þessa mynd að horfa á hana því það skaðar aldrei að horfa á lélagar myndir.
Meira hef ég ekki að segja um þessa mynd nema kannski þá er heimasíða myndarinnar.
<a href="http://www.kungpowmovie.com“ target=”_blank">www.kungpowmovie.com</a>

Takk fyrir mig,
Sikker ;)
kv. Sikker