Nú hef ég verið að hugsa mikið um þetta mál, eða aukaefni á dvd diskum. Oft koma nýlegar myndir út á dvd diskum vegna aukinna vinsælda dvd. En nú er það komið í tísku hjá útgefendum þessara diska að gefa út annan disk: “Troðfullann af áhugaverðu aukaefni”.
Þetta kveikir oftar en ekki á kaupæði manna…með þeim afleiðingum að menn rjúka út í bt eða aðrar verslanir.

En þegar að maður fer að hugsa út í þetta þá er þetta alls ekki þess virði, nema myndin sé mjög góð og maður sé mikill aðdáandi. Þessi hellingur af aukaefni sem á að vera á þessum diskum er bara alls ekkert sérstakt. Þetta eru kannski leiðinleg viðtöl við handritshöfund eða leikstjóra eða eitthvað svoleiðis. Síðan koma trailerar og margt efni sem er alveg fáránlegt að hafa á disknum. En þetta er ekki um alla dvd diska, ég vill vekja áhuga á því. Þessi aukaefnistrikk eru eitt af mörgum brellibrögðum sem neytandinn fellur fyrir.

Myndir hækka oftar en ekki í verði við þetta þar sem að aukaefnið er á sér disk. Þannig að mér finnst að allir ættu að passa sig á þessum hlut…því að útgefendurnir græða milljónir á þessu…
Endilega segið ykkar álit.

Kv. Lexingtoni
Shiiiiiiiiit