Fight Club - Umfjöllun Fight Club (1999)
Leikstjórn: David Fincher
Handrit: Chuck Palahniuk (Skáldsaga), Jim Uhls (Handrit)
Aðalhlutverk: Edward Norton, Brad Pitt, Helena Bonham Carter, Meat Loaf

Nýverið keypti ég mér Fight Club: Special Edition DVD pakkan, en ég hafði ekki séð myndina í nokkur ár. Síðan þá hef ég horft á myndina tvisvar og er búinn að vera að ströggla við að greina hana í kollinum á mér. Ég hef þar af leiðandi ákveðið að hafa þetta ekki gagnrýni í þessum hefðbunda skilningi heldur frekar upplifun mína og persónulega greiningu á sögunni og “conceptinu”.
Þessi grein verður því stútfull af spoilerum og geðveiki þannig að þú hefur ekki séð myndina eða manst ekki alveg út á hvað hún gengur þá skaltu ekki lesa alla greinina, ég læt ykkur vita þegar Spoilerarnir koma.

Ef þú ert hinsvegar partur af hinum upplýsta hópi sem þekkir og elskar Fight Club sem kvikmyndaverk þá sklatu endilega lesa þetta röfl í gegn og koma með þína eigin greiningu.

Fight Club er frá árinu 1999 og er byggð á samnefndri skáldsögu eftir höfundinn Chuck Palahniuk. Jim Uhls tók sig til og skrifaði handrit upp úr þessari flóknu og margslungnu bók en þetta er fyrsta og (að ég held) eina kvikmyndahandritið sem hann hefur pennað. Andrew Kevin Walker (Seven, 8mm, Sleepy Hollow) var víst fenginn til að endurskrifa handritið en hans re hvergi getið í “credit listanum” en í honum heita lögreglumennirnir þrír sem ætla að gelda “Jack” Andrew, Kevin og Walker

Leikstjórinn David Fincher fékk þetta djarfa handrit í hendurnar og concetið vakti strax athygli hans. Fincher er einn af mikilvægustu leiksjtórum yngri kynslóðar Hollywood en hann hóf ferilinn í tónlistarmyndböndum líkt og margir starfsbræður hans, og gerði m.a. nokkur myndbönd fyrir Madonnu. Fyrsta kvikmynd hans var þriðja myndin í Alien seríunni en hann hefur sjálfur sagt að hendur hans hafi verið nokkuð bundnar við gerð þeirrar myndar þar sem að stóru stúdíóin eru ekki þekt fyrir að gefa nýliðum frjálsar hendur við gerðar tugmilljón dollara markaðsbíómynda. Myndin floppaða í kvikmyndahúsum vestra og var framtíð Finchers sem “mainstream” kvikmyndagerðarmanns í hættu. Hann fékk þú annan séns árið 1995 þegar hann var fenginn til að leikstýra Seven eftir handriti Andrew Kevin Walker en sú mynd skaut honum upp á stjörnuhimininn sem framúrskarandi sjónrænum stýlista.
Næst gerði Fincher fléttumyndina “The Game” með Michael Douglas og Sean Penn í aðalhlutverki.

Næst á dagskrá varð svo Fight Club. Fincher fékk í lið með sér stórstjörnurnar Brad Pitt og Edward Norton ásamt Helenu Bonham Carter og tók nærri 150 daga að skjóta myndina sem verður að teljast frekar mikið.
Fight Club segir frá manni sem við munum kalla “Jack” (þeir sem séð hafa myndina vita afhverju). Jack þolir ekki líf sitt, hann er piparsveinn sem vinnur við að rannsaka bílsys fyrir stórt bílafyrirtæki, hann á flotta íbúð í flottu húsi sem hann er búinn að fylla með flottum IKEA húsgögnum og nýjum ítölskum jakkafötum, en samt er Jack ekki ánægður. Hann þjáist af krónísku svefnleysi og eina leiðin fyrir hann til að fá einhvern svefn er að mæta á stoðfundi fyrir fólk með hina ýmsu sjúkdóma og fá útrás með því að gráta með þeim. Þar hittir hann Bob (Meat Loaf) sem er fyrrverandi vaxtaræktarmaður sem þjáist af eistnakrabbameini og hefur myndað risavaxin brjóst vegna offramleiðslu á testesteróni. Hann kynnist einnig Mörlu Singer (Helena Bonham Carter) sem virðist vera eins og hann að því leiti að hún sækir alskonar fundi án þess að tilheyra nokrum hóp í raun og veru.
Í flugvél á leið heim úr einni slysarannsókninni kynnist Jack Tyler Durden (Brad Pitt). Tyler er svalur sápuframleiðnadi og sölumaður og er í raun algjör andstæða Jacks í hegðun, atferli og framkomu. Runa atburða veðrur til þess að Jack flytur inn á Tyler
og saman reyna þeir að kollvarpa þeirri menningu og veröld sem þeir þekkja.

Jæja, þá er komið að SPOILER partinum þannig að ef þú hefur ekki séð myndina eða manst ekki eftir henni EKKI LESA LENGRA! Ég endurtek EKKI LESA LENGRA!!

Jæja, þessi kvikmynd sparkaði rækilega í rassgatið á mér þegar ég sá hana þegar hún kom fyrst í bíó og enn fastar þegar ég sá hana nú aftur á DVD. Myndin snertir á hlutum sem fáar myndir þora að snerta á og ögrar hugmyndum manns um samfélagið eins og við þekkjum það. Myndin er í raun einhver djarfasta “stúdíómynd” sem ég hef séð.
Ceoncept Fight Club, eins og ég skil það, snertir bæði inn á frumspeki og siðfræði og vinnur úr hugmydnum sem að Búddhismi og Hindúismi hafa varpað fram áður, þ.e. að til þess að verða raunverulega frjáls þurfi maður að afsala öllum veraldlegum þægindum og munaði og verða fullkomlega hagsmunalaus eining í heiminum. Myndin snýst í raun og veru um frelsi, ekki frelsi í þessum hefðbundna skilning heldur að vera frjáls frá hömlum og hlekkjum samfélagsins. Trúin sem Tyler Durden predikar er sú að við séum ekki veralslegur lífstíll okkar, við erum ekki fötin sem við göngum í, við erum ekki peningarnir okkar, við erum ekki vinnan okkar…ekkert af þessu er raunverulega við. Til að hin raunverulega persóna okkar komi í ljós verðum við að gera þessa hluti að núlli í okkar lífi. Hinn fullkomni heimur í augum Tyler Durdens endurspeglast í þessu quoti úr myndinni:

“In the world I see - you are stalking elk through the damp canyon forests around the ruins of Rockefeller Center. You'll wear leather clothes that will last you the rest of your life. You'll climb the wrist-thick kudzu vines that wrap the Sears Tower. And when you look down, you'll see tiny figures pounding corn, laying strips of venison on the empty car pool lane of some abandoned superhighway”

S.s. heimur kominn aftur á stig veiðimanna og safnara. Allir ganga í fötum sem endast þeim út lífið og hver og einn veiðir sér til matar. Háhýsin og hraðbrautirnar eru yfirgefin og yfirgróin og standa aðeins eftir sem minnismerki um verri tíma.

Það er þetta sem kom svona aftan að mér við þessa mynd. Hversu ótrúlega kaldranarlega hún lýsir vesrænu samfélagi. og það sorglega og hræðilega er það eþtta er allt satt. Við erum gúbbar sem vinnum störf sem við hötum til þess að við getum keypt drasl sem við þurfum ekki. Við erum föst í vítahring framleiðslu og neyslu og lífsmakrmið hvers og eins er að fjara í burtu og vélræn endurtekningartilvera stórborgarinnar hefur tekið við.
Jack er skólabókardæmi um fórnarlamb neyslusamfélagsins, hann lifir innantómu lífi, vinnur við eitthvað sem hann hatar og fyllir tilveru sína af nytjalausu drasli og á endanum fær hann nóg. Hann skapar aðra persónu innra með sér. Tyler Durden. Tyler skilur hvað er að heiminum og hann þorir að segja það og hann þorir að gera eitthvað í því. Til að byrja með er líf Tylers aðeins eitthvað sem Jack heimsækir sjaldan og að því virðist, aðeins á næturnar þegar hann getur ekki sofið. En eftir því sem Jack verður óánægðari með líf sitt og samfélagið fer Tyler að verða stærri og stærri partur af lífi hans, þangað til að Tyler tekur nær alfarið yfir.

Það er hægt að tala endalaust um þema og greiningar á ýmsu þáttum Fight Club en ég nenni eiginlega ekki að kafa dýpra eins og er. En ég hvet alla sem séð hafa myndina til þess að bæta við þetta sem ég hef skrifað og koma með ykkar eigin greiningu!

Takk fyrir.