Ég fór á myndina Bowling for Columbine í gær, sem flestir hafa heyrt um. Í fyrsta sinn sé ég ekki eftir 800 kalli ofan í fégráðug kvikmyndahúsin, og í fyrsta sinn sem ég fer í bíó án þess að það séu sýndar auglýsingar í 10 mínútur á sýningartímanum.

En aftur að myndinni sem er skrifuð, leikstýrð og framleidd af Michael Moore. Þessi mynd fékk óskarinn sem mér finnst nú frekar furðulegt, ekki vegna þess að hún eigi það ekki skilið heldur vegna efnisinns. Moore fjallar um frekar viðkvæm efni fyrir Bandaríkjamenn svosem stríðrekstur þeirra. Hann fjallar um morð í Columbine skólanum og í öðrum skóla. Hann veltir þeirri spurningu fyrir sér af hverju séu svo mörg morð framin í Bandaríkjunum en þar eru árlega framin um 11000 morð meðan í Kanada, Japan, Ástralíu, Bretlandi og fleiri stórlöndum eru ekki nema kannski 60 morð árlega. Hann sýnir okkur hvernig Bandaríkjamenn eru mataðir af hræðslu frá fjölmiðlum, og er það líklegasta svarið við öllum morðunum. Hann ræðir við fjölda fólks s.s. Charlton Heston aðalmann NRA(byssufélag í Bandaríkunum), og mann sem var handtekinn fyrir Oklahoma sprenginguna. Hann spyr þá báða af hverju þeir haldi að séu svona mörg morð framin árlega, þeir svara báðir að Bandaríkin séu með svo blóði drifna sögu!!! OK, en ekki Þýskaland, Bretland eða Frakkland??
Hann talar einnig við tvo nemendur í Columbine sem urðu fyrir skotárásinni. Þeir ákveða að fara í K-mart stórverslanirnar og leggja fram beiðni um að þeir hætti að selja skot í 9mm byssur. Þetta var eitt það rosalegasta í myndinni, þeir fóru en enginn vildi neitt gera þá. Þeir fara svo aftur næsta dag og þá með fjölmyðlana með sér og viti menn K-mart ákváðu að hætta að selja öll skot.

Ég ætla ekki að segja meira um þessa mynd. Hún er algjör snilld svo ekki sé meira sagt, frá upphafi til enda og ég mæli með því að allir fari á hana.
rokk er betra en þarflaus ræða