Lord of the rings: The Two Towers DVD dagsetning Stórmyndin Lord of the rings: The Two Towers DVD diskurinn hefur fengið útgáfu dag út í Bandaríkunum hann mun vera 26. Ágúst 2003.

Þá samkvæmt TheOneRing.net hefur nú komið út geisladiskur, þar sem þessi tilkynning kom fram, á geisladisknum eru einnig tveir skjásvævur sem telja niður þangað til að DVD diskurinn kemur út.

Hann hefur einnig hágæða plakat, útvarps og sjónvarps auglýsingar, einnig inniheldur diskurinn útlitið á DVD menuinum og útlitið á DVD hulstrinu eru á disnum og margt fleirra.

Eins og áður verður fyrst gefinn út 2. diska DVD diskur sem verður með myndinni og aukaefni. Þar á meðal er tónlistarmyndband við lagið “Gollum's Song” sem er einmitt er eftir okkar íslensku Emilini Torrini.

Svo er það bara að telja niður og bíða eftir þessum magnaða DVD disk, vonandi ( sem maður svo sem býst við ) verður BT og Skífan með diskinn á sama degi og hinir, ætli þeir reyni ekki að halda heimsforsölu á nóttinni?.