Highlander (1986) Ég var nú í perlunni og keypti mér eitt meistaraverk á DVD. Það meistaraverk heitir Highlander og skaffar leikurunum Christopher Lambert og Sean Connery. Myndin er um Connor McCleod (Christopher Lambert) sem dó í bardaga árið 1536. En hann reis upp daginn eftir, lifandi og ódauðlegur. Fjölskyldumeðlimir hans halda að hann sé andsettur og afneita honum. 5 árum seinna hittir hann annan ódauðlegan mann, Ramirez (Sean Connery) 2500 ára gamlan mann sem verður lærimeistari hans fyrir “samkomuna” eða “the gathering” sem er athöfn sem þeir berjast við hvorn annan þangað til að aðeins einn stendur eftir. Aðalóvinur McCleods er Victor Kurgan sem er brjálæðingur og fjöldamorðingi og hann er einn af þessum ódauðlegum. Bardagaatriðin í myndinni voru góð og vel tekin enda hef ég alltaf fílað sverð-bardagaatriði í kvikmyndum. Þessi mynd er með frábæra tónlist sem er eftir Queen og Michael Kamen. Þessi mynd hefur verið nú í langan tíma verið í dálitlu uppáhaldi hjá mér enda er þetta stórverk. Hún fæst í markaðinum í Perlunni á DVD á 990 kr. eða á VHS á 690 kr.

* * * 1/2 af * * * *

Takk Fyrir

Gullbert