*** Grein gæti innihaldið spoilera ***

Titill: Tremors
Framleiðsluár: 1990
Leikstjóri: Ron Underwood (City Slickers,The adventures of Pluto Nash og Stealing Sinatra)
Handrit: S.S Wilson og Brent Maddok
Aðalhlutverk: Kevin Bacon,Fred Ward,Finn Carter,Michael Gross og Reba McEntire.
Kvikmyndataka: Alexander Gruszynski (The Craft,Angus og Maximum Risk)
Einnig verið nefnd: Beneath Perfection, Dead silence og Land Sharks
Lengd: 96 mín

Í littlum bæ sem að heitir Perfection vinna tveir menn Valentine (Kevin Bacon) og Earl (Fred Ward) við allt það sem að þeir fá borgað fyrir. En nú eru þeir komnir með nóg af þessu skítabæli og ákveða að fara úr bænum fyrir fullt og allt. En þegar þeir eru að komast út úr bænum taka þeir eftir því að þeir sjá gamlan mann fastan uppí símastaur og fara þeir því að kíkja á hvað er í gangi. Við nánari athugun sjá þeir að maðurinn er dauður og fatta það að eitthvað hafði hrætt hann svo mikið að hann þorði ekki að hreyfa sig og dó því úr þorsta. Síðan fara þeir aftur í bæinn og hitta vísindamann (Finn Carter) sem að vann þar að einhverskonar mælingum á titringi í jörðinni. Eftir þetta hefst eltingarleikur uppá líf og dauða og ætla ég ekki að lýsa endinum nánar.

***/****
It's time to change