Reservoir Dogs Titill myndar : Reservoir Dogs
Framleiðsluár : 1992
Leikstjóri : Quentin Tarantino
Handrit : Quentin Tarantino
Aðalhlutverk : Steve Buscemi, Harvey Keitel, Michael Madsen, Chris Penn og Tim Roth (sem sést þó voða lítið)
Tegund myndar : Thriller, glæpa- og spennumynd
Lengd myndar : 99 mín

Myndin Reservoir Dogs leit dagsins ljós árið 1992. Myndin skaut leikstjóranum, Quentin Tarantino strax upp á stjörnuhimininn. Það sem mér finnst einna merkilegast við þetta allt saman er það hvernig Quentin gat fengið alla þessa frábæru leikara með svo lítinn pening milli handanna. Ég hef engar tölur, en það er nokkuð ljóst að þessir leikarar fengu engin “leikaralaun”.

Myndin segir frá sex mönnum sem fengnir eru til að taka þátt í gimsteinaráni af glæponinum Joe Cabot. Eitthvað fer úrskeiðis og lögreglan er mætt á staðinn á tiltölulega stuttum tima. Hópurinn sundrast og eiga allir að hittast í yfirgefinni byggingu samkvæmt áætlun. Myndin snýst síðan um það hvernig eftirlifendur taka á málunum og reyna að upplýsa hver þeirra sveik þá í hendur lögreglu þar sem viðbrögð eru afar sjaldséð hjá lögreglunni. Ég ætla ekki að upplýsa ykkur nánar um söguþráðinn til þess að eyðileggja ekki myndina fyrir þeim sem ekki hafa séð hana.

Það fyrsta sem ber að nefna er auðvitað leikurinn: Þeir hafa e.t.v. ekki verið mjög þekktir á þessum tíma en ég tel að þeir hafi allir sannað sig, allavega fyrir mér, að mennirnir sem tóku þátt í þessari mynd séu með betri kvikmyndaleikurum. Handritið er vel skrifað og samtölin afar skemmtileg ásamt því að leikstjórinn, Quentin Tarantino heldur vel í taumana. Tónlistin í myndinni, er líkt og í öllum myndum hans Tarantino, frábær. K-Billy Super Sounds of the 70’s er snilld! Útvarpsþátturinn þessi var skrifaður af Roger Avary og held ég að fáir hefðu getað gert þetta skemmtilegra.
Lögin Little Green Bag, Hooked On A Feeling og Coconut eru í uppáhaldi hjá mér ásamt hinum skemmtilegu samtölum, Madonna Speech-ið hans Quentin Tarantino og Let’s Get A Taco þar sem Harvey Keitel útskýrir hvað á að gera ef eitthvað fer úrskeiðis.

Til að draga þetta saman, þá er Reservoir Dogs frábær mynd sem ég fæ ekki ógeð á líkt og með leikstjórann, Quentin. Myndin er með einkunnina 8.2 á imdb.com og ætti það því að sannfæra efasemdarmenn um ágæti hennar. Tónlistina ráðlegg ég öllum að kaupa og endilega leigja eða kaupa sér þessa mynd þar út er komið sérstakt 10th anniversary edition sem ég ætla að kaupa mér á næstu vikum.
Fólki þykir einkunn mín kannski fullhá, en ég tel hana eiga allt það lof skilið sem hún fær. Sannkallað meistaraverk fyrir mér.

**** / ****