Ég var að glugga í gamalt Andrés blað fyrir stuttu og fór aðeins að pæla í hvernig sögur eru uppbygðar. Eins og glöggir
hafa e.t.v tekið eftir er alltaf sama formúlan í Andrés blöðum. Eftir að hafa lesið fyrstu 2 blaðsíðurnar getur maður oftast fyrirséð endirinn sjálfur.
Þegar Andrés byrjar óhamingjusamur þá nær það hámarki og svo undir lokin gerist e-ð sem gerir hann glaðan. Sama sagan er þegar Andrés byrjar glaður og ósanngjarn, það nær hámarki og allt fer í háaloft undir lokin og hann fær makleg málagjöld. Þetta er skemmtileg formúla og sú sama er notuð í öllum fjölskyldumyndum, enda mjög góður boðskapur sem lítil börn fá úr þessu; maður uppsker það sem maður sáir.

Ég fór að pæla ennfremur hversu mikilvægur er endir í kvikmyndum? Það er einfalt, endir í kvikmyndum skiptir öllu máli.
Það eru til margar tegundir af endum, ég ætla að fjalla um tvo þeirra. Hinsvegar þá sem útskýra allt fyrir þér og annarsvegar þar sem þú þarft sjálfur að geta í eyðurnar. Ég er meira fyrir hinn síðarnefnda.

Dæmi um mynd þar sem allt er útskýrt fyrir manni er Psycho.
Þetta er hinn týpiski endir sem flest venjulegt fólk vill fá í myndum. Snjalla persónan kemur í lokin og útskýrir allt fyrir manni. Hún segir manni hver morðinginn var, hvernig hann gerði þetta, afhverju hann gerði þetta og svo fram eftir götum. Hérna er allt matreitt framan í áhorfandan og ekki þarf að pæla meira í því.

Dæmi um fleiri kvikmyndir í þessum flokki eru Unbreakable, Citizen Kane, og Harry Potter 1.
Það er draumur hjá mörgum handritshöfundum að vera með svona gáfaða löggu eins og í Psycho, eða vitran gamlan mann sem getur fyllt inn í eyðurnar í lokin eins í Harry Potter.

Svo eru myndir sem skilja e-ð eftir sig. Myndir sem maður þarf að búa til sinn eigin endir, túlka á sinn eigin hátt, myndir sem maður liggur andvaka við að pæla í!

Eins og áður hefur komið fram er ég meira fyrir þennan endir.
Ég hef fylgst með umræðum um Donnie Darko hér á huga, flestir lofa hana í hástert en svo eru aðrir sem vilja meina að þetta sé bara bölvuð hræsni í fólki sem er að gefa henni stjörnur.
Þeir halda því fram að Donnie Darko hafi verið rugl með engu heimspekilegu yfirvafi. Sumir viðurkenndu fúslega að þeir skildu hana ekki, sem er skiljanlegt þar sem svona myndir eru alls ekki fyrir alla.
Fleiri dæmi um slíkar myndir þar sem geta þarf í eyðurnar og/eða pæla mikið í eru 8 Mile, the Usual suspect, Fight Club, Sixth sense, American Beauty, Ringu.

En hvaða mynd hefur að geyma besta endi kvikmyndasögunar? Það er ómögulegt að alhæfa um það, en þar sem ég er hér andvaka klukkan 5 að föstudagsmorgni dettur mér helst í hug Memento og Pulp Fiction sem uppáhaldsendi, og sem slappasta endi vel ég Monty Python and the holy grail, sem að öðru leyti er frábær mynd!