Ég hef tekið eftir því hjá mörgum vinum mínum og kunningjum
að þeir hafa mjög neikvætt viðhorf gagnvart “útlenskum”
myndum, það er að segja kvikmyndum sem eru ekki frá
Bandaríkjunum. Hef ég heyrt komment eins og “Það er svo
ömurlegt að skilja ekkert hvað fólkið er að segja, það truflar
geðveikt”, og “það eru bara einhverjar listrænar drasl myndir
sem maður fattar ekkert”.

OK, kannski á ég þröngsýna vini (ég er næstum því að vona
það) en hafa fleiri en ég orðið varir við þetta viðhorf? Að aðrar
myndir en bandarískar séu leiðinlegar?? Það er mjög
leiðinlegt til þess að hugsa að fólk sé orðið svona gegnsýrt af
Hollywood að það vilji ekkert annað. Það virðist jafnvel vera
erfitt fyrir myndbandaleigur að koma “útlensku” myndunum út,
og neyðast útgefendur jafnvel til að dulbúa þær sem
amerískar, með enskum titlum o.þ.h. Nýjasta dæmið er t.d.
The Experiment (þýsk), og With a friend like Harry (frönsk).

Sannleikurinn er sá að “non-american” myndir eru oft afar
frumlegar og hressandi tilbreyting frá amerísku myndunum
Auðvitað hefur komið hellingur að frábærum kvikmyndum frá
USA, en öll HIN löndin eru einnig full af hæfileikaríku fólki
sem kunna að gera gæðaræmur (og lélegar myndir líka,
auðvitað…).
Ef eitthvert ykkar hefur aldrei séð annað en amerískt, mæli ég
með þessum myndum til að kíkja á :
La vita e bella
Taxi (hver hefur nú ekki séð hana:))
No man´s land
Das Boot
La cité des enfants perdus (City of lost children)
Hana-bi (Fireworks)
La haine
Lola rennt (Run Lola run)
o.s.frv.

Víkkum öll sjóndeildarhringinn!
Smá trivia í lokin, sem ég held þó að margir viti: Það land
sem árlega framleiðir flestar myndir í heiminum er ekki
Bandaríkin heldur Indland. Bombay er því oft einnig kölluð
Bollywood…
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil