The Big Lebowski The Big Lebowski var frumsýnd árið 1998 og mennirnir sem að standa á bakvið hana eru Joel og Ethan Coen. Þeir skrifuðu hana saman og fengu hugmyndina frá vini þeirra sem að er mjög líkur og The Dude og býr einnig í los Angeles. Joel leikstýrði henni þó einn en með hjálp bróður síns.

Myndin byrjar á því að The Dude (Jeff Bridges) öðru nafni Jeffrey Lebowski er kynntur til sögunnar. Við sjáum strax að hann er frekar latur og vel afslappaður á alla vegu. En þegar hann gengur inn um dyrnar að húsinu sínu bíða þar eftir honum tveir náungar sem að segja honum að konan hans skuldi Jackie Treehorn. Hann útskýrir fyrir þeim að það séu litlar líkur fyrir því að hann eigi konu og á endanum trúa þeir honum. Ákveða þeir þá að fara en míga á undan á mottuna hans. Eftir þetta fer hann til mannsins sem að mennirnir rugluðu honum við. Hinum Jeffrey Lebowski (David Huddleston) líkar nú ekki vel við það að þessi letingi sé kominn til sín og neitar hann að borga honum fyrir nýrri mottu. The Dude tekur þó mottu úr húsinu hans enda var þessi Jeffrey vel efnaður og hann hélt að hann mundi nú ekki sakna einnar mottu. The Dude á tvo góða vini sem að heita Walter Sobchak (John Goodman) og Donny (Steve Buscemi). Þeirra aðal áhugamál er að spila keilu og eru þeir að fara að byrja á stórri keppni á þessum tímapunkti í myndinni. En síðan fær The Dude skilaboð frá aðstoðarmanni Jeffrey sem að heitir Brandt ( Philip Seymour Hoffman) og eftir þetta símtal hefst snilldar atburðarrás full af nettum persónum, snilldar húmor og góðum söguþræði.

Smá info
Myndin er Tekin uppí Kaliforníu frá 27 janúar 1997 til 24 apríl á sama ári.
Flest öll fötin sem að Jeff Bridges notar í myndinni eru föt sem að komu úr hans eigin fataskáp.
Í myndinni er alltaf verið að segja við Steve Buscemi “Shut the fuck up, Donny” en ástæðan kemur eiginlega aldrei fram. En ástæðan er sú að í Fargo lék Steve Buscemi mann sem að einfaldlega vildi ekki þegja.
Í byrjun hvers atriðs sem að á sér stað í keiluhöllinni nær Donny fellu nema í síðasta skiptið sem að hann er sýndur í keilu. Enda deyr hann nokkrum mínútum síðan.

Aðalleikarar: Jeff Bridges, John Goodman, Steve Buscemi, Julianne Moore, John Turturro, Philip Seymour Hoffman, David Huddleston, Tara Reid og Sam Elliott.
Handrit: Joel og Ethan Coen.
Leikstjóri: Joel Coen.

Snilldarmynd á alla vegu enda gerð af algjörum snillingum.

****/****

Info fengið á imdb.com.
It's time to change