Þessi fugl er fæddur 1970 í Red Bank, New Jersey. Hann skaust uppá stjörnuhimininn með sinni fyrstu mynd(sem hann skrifaði og leikstýrði) Clerks frá ’94 um klerkana Dante og Randal og dag í lífi þeirra. Þetta er rosalega fyndin mynd og vann í Cannes held ég barasta! Smith tók hana upp eftir lokun með fjármögnun vina og bankainneignar foreldra sinna. En hún borgaði sig og hefur þann einkennilega titil að vera mest leigða vídíópóla sögunnar(merkilegt nokk).

Eftir að Kevin gerði þessa snilld átti hann aðeins meiri peninga og meira traust Hollywood. Næsta mynd var Mallrats(’95) sem skaut ekki ómerkilegri stjörnum en Ben Affleck og Jason Lee upp á stjörnuhimininn. Ásamt þeim voru í myndinni fræga “stoner” dúóið Jay and Silent Bob sem áttu eftir að verða frægari með hverri mynd, teiknimyndasögu og teiknimynd sem Smith gerði. Í Mallrats leita T.S. og Brodie hælis í verslunarmiðstöðinni vegna þess að þeim var sagt upp. Þessi mynd er alveg mögnuð. Tónlistin í myndinni kostaði miklu meira en heildarkostnaður(Bush,Weezer) og er það först í kvikmyndasögunni líka.

Næsta mynd, Chasing Amy er um sambönd og samkynhneigð í nútímasamfélagi. Mjög ólík fyrri myndum að því leiti að hún er frekar rómantísk. Hlaut mikið lof, sem hún átti bara skilið nottlega.

Svo kom Dogma, en hún er jafnframt dýpsta mynd Kevins. Hún fjallar um trú á skemmtilegan hátt og þó að stutt sé í grínið er líka stutt í alvöruna. Kaþólska kirkjan derraði sig e-h útaf þessu en það skiptir litlu máli. Hér er mikið pælt í Guði á ferð Síðasta Síonans til Jersey þar sem stoppa þarf tvo engla, annars er engin meiri tilvera. Myndin er frábær og ekkert meir um það.

Svo kom finale-ið í sögu Jay og Silent Bob en það er myndin Jay and Silent Bob strike Back. Þegar Jay og Bob komast að því að fólk er að badmoutha þá á netinu vegna uppkomandi myndar um þá ákveða þeir að fara til Hollywood tilað stoppa framleiðsluna.Hér er varla þverfótandi fyrir stjörnum og það er vissulega hægt að hlæja að henni. Hún er ekki jafnoki fyrirrennara Kevins en samt alveg ágætis skemmtun.

Næst á dagskránni er Jersey Girl m. Ben, Jen og Liv dóttur Steven “huge mouth” Tyler. Spennandi nokk það…