Sælir veri allir alvöru áHUGAmenn

Getur einhver sagt mér hvernig standi á því að þær góðu íslensku myndir sem ég hef séð af DVD diski, Með allt á Hreinu, Englar Alheimsins og Sódóma bjóða ekki upp á þann möguleika að hafa íslenskan texta? Nú hefur mikið verið rætt um hag heyrnalausra í samfélaginu og hagsmunasamtök þeirra hafa barist fyrir í þjóðfélaginu að allt íslenskt sjónvarpsefni sé textað. Myndirnar eru talsettar og textaðar á útlensku, þýsku, rússnesku og ensku ef ég man rétt, það getur varla verið svo dýrt að slengja inn íslenskum texta, hann ætti að vera til. Í það minnsta er ég svo einfaldur að halda að það sé minna mál að setja inn íslenskan texta en enskan. með enskum texta gæti myndin, e.t.v. nýst við íslensku kennslu erlendis.