Bílamyndir
Bílar eru oft í aðalhlutverkum í myndum og tók ég niður smá lista af nokkrum bílamyndum, nýjum sem gömlum. Þetta eru aukaleikararnir sem fá aldrei verðlaun en þó haga sér alltaf vel á tökustað og koma aldrei með fáranlegar óskir eins og að fá ískáp fullan af Ben and Jerrys ís í búningsklefanum sínum!


Myndin: xXx er kannski nýjasta myndin og kom út 2002. Allir kannast við þessa mynd þar sem Vin Diesel bjargar heiminum sem Xander Cage.
Bílinn: 1967 módelið af Pontiac GTO. Leituðu framleiðendur lengi af rétta litinum fyir bílinn og fyrir valinu varð liturinn midnight blue sem breytist eftir sólarsljósinu. Stundum var hann blár og stundum fjólublár. Snilldar bíll með og án aukahlutana.

Myndin: Thelma & Louise frá árinu 1991 fjallar auðvitað um vinkonurnar Thelmu og Louise sem neyðast til að leggja á flótta frá hinum langa armi lagana þegar helgarferð þeirra fer til helvítis.
Bílinn: 1966 grænn Ford Thunderbird, blæjubíll. Fimm mismunandi T-birdar voru notaðir í myndinni en það var þaklaus drusla sem tók flugið af klettinum.

Myndin: The Faculty sem kom út 1998. Hópur af nemendum komast að því að geimverur eru að taka yfir skólann þeirra og ætla sér að sigra heiminn.
Bíllinn: 1970 árgerðin af Pontiac GTO. Flottur bíll og ekki skaðaði það að skottið var fullt af nytsamlega hlutum.

Myndin: Gone in sixty seconds frá því aldarmótaári 2000. Nicholas Cage leikur fyrrv. bílaþjóf sem neyðist til að taka upp fyrri starf til að bjarga bróðir sínum úr höndum kolklikkaðs breta.
Bílinn: 1971 Plymouth Hemi Cuda, 1961 Porsche Speedster, 1962 Aston Martin DB1 og ekki má gleyma 1967 Shelby Mustang GT 500. Listinn heldur áfram, 50 bílar hver öðrum flottari.

Myndin: The fast and the furious frá 2001. Paul Walker er fengin til að fara undercover í hóp af bílaóðu fólki til að reyna að athuga hvort þau standi á bak við stórþjófnað. Þessi mynd mun seint gleymast og kickaði hún af stað æði hjá ungu fólki í dag. Smá ráðlegging: ekki fara út að keyra eftir að hafa séð þessa mynd!
Bílinn: Bílar nýju kynslóðarinnar(td Volkswagen Jetta) móti hinum kraftmikla Dodge Charger sem Vin Diesel svo klessir í enda myndarinnar

Myndin: Christine kom út árið 1983 og fjallaði um Arnie Cunningham og morðsjúka bílinn hans.
Bíllinn: Rauður og hvítur 1958 Plymouth Fury. Og skartaði bílinn 305 hp Golden Commando V8 vél. Í sumum senum var þó stundum notaður sérhannaður Plymouth Belvedere.

Myndin: Back to the future frá 1985. Micheal J.Fox sem Marty McFly sem ferðast óvart í tíma í tímavél sem er hönnun Doc Brown sem er leikin snilldarlega af Christopher Lloyd.
Bílinn: 1981 árgerðin af Delorean sem innihélt auðvitað plútoníum til að koma honum aftur í fortíðina og inn í framtíðina.

Svo eru auðvitað miklu fleiri myndir sem eiga hér heima. Listinn er óendanlegur en þetta er mín útgáfa.
Takk fyrir mig
________________________________________________