All Quiet on the Western Front All Quiet on the Western Front er mynd frá 1930. Leikstjóri hennar var Lewis Milestone. Aðalhlutverk léku Lew Ayres, Louis Wolheim og John Wray.
Myndin er byggð á skáldsögu Þjóðverjans Erich Maria Remarques um þýska skólapilta sem kallaðir voru í herinn. Meðan þeir börðust í skotgröfum vesturvígstöðvanna, þar sem menn dóu og særðust á báðar hliðar, þurftu þeir að taka siðferðisgildi sín til athugunar. Remarques var sjálfur að berjast í styrjöldinni.
Á imdb.com fær myndin einkunnina 8,3. Það er ágætis einkunn og skipar myndinni í 139. á Top #250 myndum sögunnar.
Myndin fékk óskarsverðlaunin fyrir bestu mynd og leikstjórn árið 1930, en svo var hún einnig tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir handrit og kvikmyndatöku. Ég tók eftir því á listum yfir “klassískar myndir” var hún alstaðar mjög ofarlega.

Umsögn um kvikmyndina:
“Þetta er fyrsta alvöru ádeilu mynd á stríð. … Myndin var auglýst með saklaust andlit á ungum þýskum hermanni á leið í stríðið framan á veggspjaldi myndarinnar. Myndin, semn var með mikið fjármagn, notaðist við engi í Kaliforníu til að endurskapa vígvöllinn og ráðnir voru um 2000 aukaleikarar.” … “Myndin er hvorki ásökun né viðurkenning og síst af öllu ævintýri, því dauðinn er ekki ævintýri fyrir þá sem standa andspænis honum (þetta eru líka fyrstu orð bókarinnar, smá innskot frá mér). Myndin er einfaldlega að segja frá kynslóð manna sem, þrátt fyrir að hafa sloppið við sprengingar stríðsins, var í raun tortímt af stríðinu.”
http://www.filmsite.org/allq.html

Umsög n um bókina:
“Þessi bók sýnir betur en nokkur önnur bók sem ég hef lesið hingað til, tilgangsleysið og hrylling stríðs. Ekki furða þó að bókin hafi verið bönnuð af Hitler 1933. Því hún er aðeins lýsing á alvöru atburðum sem er bestu mögulegu rökin gegn stríði.”
Hollenskur lesandi á Amazon.com

Sjálfum fannst mér þetta nokkuð langdregin mynd, kannski því ég þurfti að horfa á hana í Sögu tíma í skólanum? Þrátt fyrir það á hún mjög vel við í dag og er afar vel leikin.
Eins og kom fram þá var mjög stórt “budget” á myndinni og margir aukaleikarar, fannst mér þetta takast vel og farið vel með efnið. Bókina er ég ekki búinn að lesa svo ég get ekki gert neinn samanburð.
Þess má geta að þegar myndin var forsýnd í Berlín u.þ.b. 1930 upphófust smá mótmæli og skemmdarverk, en það voru hinu róttæku Nasistar sem síðar komust til valda…. þetta var fyrsta eiginlega skiptið sem menn komu saman openberlega undir merkjum Nasista. Þeir héldu því fram að Fyrri heimsstyrjöld hafi verið tapað af stjórnendum stríðsins en ekki hinum almenna hermanni og notuðu þeir tækifærið til að koma því á framfæri.

-kveðja