Sean Connery Sean Connery


Stórstjarnan, leikarinn og goðsögninn Sean Connery er í uppáhaldi margra kvikmyndaaðdáenda. Sló í gegn sem Bond, James Bond og hefur síðan tekið að sér mörg frábær hlutverk og heillað fólk um allan heim, og þar á meðal kvendfólkið en hann var kosinn kynþokkafyllsti maður aldarinnar af tímariti árið 1999.

Sean Connery fæddist 25. ágúst árið 1930 í Midlothain, Edinborgh í Skotlandi. Hann var elstur tveggja bræðra og vann mikið á æskurárum til að þéna pening, segir sig reyndar sjálf. Hann hætti meðal annars í skóla til að vinna meira. Sextán ára að aldri gekk hann í herinn, hann var í hernum í þrjú ár. Þegar hann kom í honum var hann ómenntaður þar sem hann hætti í skóla, og vann því við skítastörf. Hann hafði mikin áhuga af líkamsrækt, og útaf henni varð hann frægur og byrjaðiu feril sinn. Hann tók þátt í Herra Heimur keppninni árið 1950 og lenti í þriðja sæti. Hann fékk seinna hæutverk í ýmsum myndum sem ég fer aðeins í gegn:


Til að byrja með lék Connery aðeins í B – myndum og sjónvarpsseríum eins og flestir aðrir leikarar. Þetta voru myndir eins og Lilacs In The Spring (1955),Hells Driver (1957) og Time Lock (1957). Sjónvarpsseríunar og sjónvarps-myndirnar sem hann lék í nefndust meðal annars The Square Ring (1959) og Woman in Love (1958).

Fólk fékk fyrst að kynnast Sean árið 1959 í myndunum “Tarzan Greatest Adventure” og “Darby O´Gill and the litle pepole”. Næsta mynd hans var síðan epísk mynd um heimstyrjöldina seinni, myndin bar nafnið “The Longest Day”. ‘Arið 1962 sló hann síðan í gegn og túlkaði eina frægustu persónu kvikmyndanna James Bond. Myndin hét “Dr.No” og þótti nokkuð góð spennu – njósnara mynd. Árið 1963 lék hann síðan í annari mynd um njósnara hennar hátignar, James Bond. Sú mynd nefndist “From Russia With Love”. En sú mynd þykir ein af betri Bond myndunum. Á næstu árum lék hann James Bond síðan aftur í myndunum “Goldfinger”(1964) og “Thunderball”(1966). Sú fyrri þykir af flestum gagngrýnendum yfirburða Bond – mynd og sú seinni er í miklu uppáhaldi hjá mér. Sama ár lék hann í myndunum “Marnie” og “Woman of Straw”. Ári seinna eða 1967 lék hann Bond í enn eitt skipti í myndinni “You Only Live Twice”. Það var ekki fyrr en fjórum árum síðar eða 1971 er hann lék í næstu Bond mynd, en sú mynd hér “Dimonds Are Forever”. Hann lék reyndar í tveimur myndum þarna á milli en ég nenni bara engan vegin að fara nánar útí þær. Sú fyrrnefnda “Dimonds Are Forever” var síðasta James Bond – Þangað til að hann tók aftur við hlutverki Bond í Never Say Never Again árið 1983. Gagnrýnendum og flestu fólki finnst hann hafi verið besti Bondinn en hann sló þá við mönnum ein og Pierce Brosman, Timothy Dalton og Roger Moore. Næst tók hann við hlutverki í myndinni “Marine”(1964), en henni leikstýrði kóngur kvikmyndanna, Alfred Hitchcoock. Myndin þykir nokkuð góð og fær meðal annars 7.0 í einkun á kvikmyndavefnum áreiðanlega, IMDB.com.

Næstu ár lék hann í myndunum, “A Fine Madness”, Shalako, “The Molly Maguires”, “The Anderson Tapes”. Engin af þessum myndum urðu vinsælar og hann átti erfitt með að vinna upp góðu James Bond, ímyndina. Hann náði ekki að’ vinna upp ímynd með næstu myndum, en þær voru; “Zardos”, Murder On The Orient Express, “The Man Who Would Be King”, The Wind And The Lion”, “Rob And Marian”, “Cuba”, og “Outland”. En þessar myndir vorum misgóðar, en “The Man Who Would Be King” þótti best, en hún fær 7.9 í einkun á áðurnefndi kvikmyndasíðu, sem að þykir mjög gott. Næst, eða árið 1983 gerðist frekar merkilegur hlutur, hann tók við hlutverki njósnara hennar hátignar: James Bond eða 007. Myndin hét “never Say Never Again”, myndin þótti fín, en þykir ekki vera ein af betri Bond myndunum.

1985 lék hann síðan í myndinni “Highlander” sem er klassísk ævintýra-mynd. Þess má nú geta að nokkur ömurleg framhöld voru gerð af myndinni. 1986 lék hann í “Name of Rose” sem að þótti góð kvikmynd. Næst lék hann í frábærri mynd að nafni “The Untouchables”, en þar leikur hann lögregluna skemmtilegu Jim Malone. En myndin fjallar um vínbannið á tímum Al Capones. Brian De Palma leikstýrði honum í myndinni og lék hann með mörgum góðum leikurum eins og Kevin Costner, Robert De Niro og Andy Garcia. 1988 lék hann á móti Tome Crusie í myndinni “The Presido”, myndin þykir frekar léleg hasarmynd. Næst lék hann í einu af frægari hlutverkum sínum, en hann lék föður goðsagnarinnar Indiana Jones, í myndinni “Indiana Jones and the Last Crusade”. Steven Spielberg leikstýrði honum í henni. En Sean Connery stóð sig mjög vel í því hlutverki. 89 lék hann í “Family Business” og 90 í kafbátamyndinni frábæru “The Hunt For Red October”. Sú mynd hlaut mjög góðar viðtökur áhorfanda og er enn mjög vinsæl. Sam ár lék hann í “Russia House”. Næst á dagskrá eða árið 1992 lék hann undir leikstjórn John McTiernan í myndinni “Medicine Man”, en sú mynd þótti slæm. 93 lék hann í “Rising Sun” á móti Wesley Snipes, ágætis spennumynd. “God Man In Africa” (1993), var næst á dagskrá, myndin þykir og þótti ekki góð. 95 lék hann í “Just Cause” og “First Knight”.