Reyndar hefur áður verið skrifuð grein um þessa mynd en það var fyrir mína tíð hér á Huga og það voru engar umræður í kringum hana.

Þessi mynd var alveg frábær og mér finnst ægilega skrýtið að hún hafa náð að koma í bíó til okkar í sveitina (Akureyri). Stórkostleg mynd um upphaf pönkhreyfingarinnar með áherslu á Sex Pistols og líka hvernig eftirlifandi meðlimir Sex Pistols líta á þetta tímabil.

Þessi mynd á náttúrulega þennan titil skilinn vegna þess að það er mikið um ógeð og reiði í myndinni. Þetta var líka áhugaverð upprifjun á sögu Sex Pistols (ég tel mig ekki vera mikinn aðdáanda) sem ég kynntist fyrst í myndinni Sid and Nancy (Þar sem Gary Oldman sýndi snilldarleik).

Ég held að þessi mynd sé kominn á vídeó, endilega lítið á hana (og jafnvel reynið að finna Sid and Nancy).

Ef þið þekkið ekkert til Sex Pistols þá ættuð þið að líta á hana til að fræðast um þá hljómsveit sem hefur haft einna mest áhrif á tónlistarsöguna (seinni hluta 20. aldarinnar allavega).

Ég vara samt við að myndin er ekki falleg og alls enginn fegrun á tíma sem sumir myndu helst vilja gleyma þó svo að hann hafi verið mikilvægur.
<A href="