Nú vita eflaust ekki margir hvað ég meina en þetta er heitið á Bottom the movie,Guest house paradiso.Bottom eru eins og flestir vita andskoti sniðugir og djöful fyndnir þættir.Núna er búið að gera mynd, eða hún var gerð 1999 en var að koma í video í Bretlandi ekki fyrir löngu.Það er Eddie Elizabeth Ndingombaba eða Adrian Edmundsson sem leikstýrir myndinni.
Söguþráðurinn er sá að Eddie og Mr Twat(Rik Mayall) eru búnir að festa kaup á einhverju gistiheimili við hliðina á eiturefnaverksmiðju.Mr Twat og Eddie eru mjög nice við gestina og m.a bjóða upp á geislavirkan fiskúrgang í mat.Síðan álpast þar inn Gina Carbonara,ítölsk söngkona sem er á flótta undan eiginmanni sínum,mafíuforingjanum.
Myndin er allt í gegn pure bottom húmor og er mér finnst þeta hafa tekist vel upp hjá þeim.Það eru nokkur mjög nasty atriði í myndinni svo sem Candle in the eye,nipple ring og síðan taka þeir Monty Python gubbuatriðið og koma þeir með heldur betur endurbætta útgáfu á því.
Semsagt engin vonbrigði hjá Bottom aðdáendum.

KURSK