Sælir kvikmyndaáhugamenn.
Ég ætla að skrifa hér um myndina The Green Mile.

Myndin:
Þessi mynd er um mann að nafni Paul Edgecomb ( Tom Hanks ) og er yfirfangavörður á dauðadeildinni í fangelsi einu. Eitt sumar fær hann nýjan fanga að nafni John Coffey ( Michael Clarke Duncan ), en hann átti víst að hafa nuðgað og drepið tvær stelpur og átti að lífláta hann í rafmagnsstólnum. Þessi maður reynist vera hinn mesti máti og sýndist ekki vera neinn maður sem myndi drepa tvær stelpur. Fangaverðirnir eru mjög hissa yfir þessum háttum Coffeys. Einn daginn kemst Paul að því að Coffey býr yfir dálitlu sem aðrir hafa ekki. Hann hefur þann eiginleika að lækna fólk ( ástæðan fyrir því að Paul komst að því var vegna þess að Paul var með blöðrubólginn og Coffey lét hann koma til sín, tók í klofið á honum og saug úr honum meinið og svo andaði hann því út í loftið ).
Paul verður mjög hissa og fer að gruna að þetta sé ekki rétti maðurinn sem var handtekinn og á að lífláta. Fer hann svo að snuðra um hvað gerðist, en þið verðið bara að sjá myndina til að komast að því hvað gerist eftir það.

Ummæli:
The Green Mile er í heildina alveg hreint stórkostleg mynd. Leikararnir ( aðallega Tom Hanks og Michael Clarke Duncan ) fara á kostum og hef ég vart séð eins góðan leik hjá mörgum í einni mynd. Söguþráðurinn í sjálfu sér er einfaldur og mjög góður. Sögusviðið er alls ekki stórt, en mjög áhugavert og skemmtilegt. Hún er líka full af húmor, drömu, sorg og öllu hinu.
Gallarnir við þessa mynd er eiginlega lengd hennar ( mér var alveg sama, bara betra ), en hún er í hátt í 180 mínútur. Samt sem áður fannst mér myndin vera eins og 1 klst og 30 mín.

Ég get ekki sagt annað en þetta er eitt af mestu meistaraverkum síðastliðins áratugs. Þetta er svo sannarlega mynd sem lætur mann ekki ósnortin, vegna þess hve áhrifamikil hún er.
Ég get ekki gefið henni annað en:

****/****

- Links.
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.