The Cable Guy Um daginn horfði ég á mynd með einum af mínum uppáhaldsleikurum, hún heitir the Cable Guy og fjallar um Steven Kovak, leikinn af Mathew Broderrick, sem er nýfluttur að heiman og bíður kapalmanninum (Jim Carrey) 500$ fyrir að fá allar kapalstöðvar ókeypis. Þá verða þeir góðir vinir og kapalgaurinn bíður honum með sér út að borða, en það slettist upp á vinskapin og samband þeirra breytist í martröð, því Jim Carrey reinir að hefna sín á Steven með ýmsum klækibrögðum.
Mér finnst myndin ekki mjög góð, þó að sum atriði með Jim Carrey séu pínulítið fyndin, þá er hún langdregin og söguþráðurinn er algjört bull og í heildina litið er allt of öfgakennd. Svo eru hinir leikararnir í myndinni ekki mjög skemmtilegir, sérstaklega Mathew Broderrick og gaurinn sem leikur feita vin hans (hann er alltaf í fýlu :þ). Mér finnst myndir eins og Dum and Dummer og the Trueman Show skemmtilegri myndir með Jim Carrey, og ég varð fyrir vonbrigðum með þessa mynd, því hún er of asnaleg.
**