óskar fróðleikur Óskarinn var afhendur fyrir stuttu í 75. skipti. Að því tilefni ætla ég að koma með allskonar Oscar fróðleik.



-Styttan vegar um 3.75 kg og er 34.3 cm há.

-Upprunalegu óskarsverðlaunastytturnar voru úr bronsi. Nú er búið að breyta því í einhvað annað efni (ekki til í orðabók) til að þær séu sneggri í framleiðslu.

-Áður fyrr fengu börn sem unnu óskar minni styttur en hinir fullorðnu.

-Árið 1937 vann búktalarinn Edgar Bergen og brúðan hans til óskarsverðlauna fyrir leik sinn og fékk hann óskarsstyttuna úr tré með hreyfanlegan munn.

-Árið 1938 heyðraði óskarsnefndin Walt Disney fyrir Mjallhvíti og dvergana sjö með einni venjulegri styttu og sjö litlum.

-Í seinni heimstyrjöldinni voru óskarsverðlaunastytturnar gerðar ú gifsi vegna málmskorts. Leikararnir máttu skipta styttunum yfir í gull þegar stríðið endaði.



–Hvað þarf mynd að gera til að geta unnið óskar–

-Lengri en 40 mínútur.

-Verður að hafa verið í bíói árinu áður en óskarinn er afhentur

-Verður að vera tekin upp á 35mm eða 75mm filmu og keyrð að 25 ramma á sekúndu

-Verður að hafa verið sýnd í Los Angeles í viku.



–Ríkir í alvörunni leynd yfir Óskarnum?–

Í upphafi óskarsverðlaunanna voru vinningshafarnir tilkynntir daginn fyrir hátíðina sjálfir. Það var gert svo að kvöldblöðin gætu birt vinningshafana eftir athöfnina. Svo nokkrum árum síðar fékk fólk að vita hver vann rétt fyrir athöfnina. Það gerði það að verkum að sumir sem tilnefndir voru hættu við að koma á hátíðina því þeir vissu að þeir væru ekki að fara að vinna. Þess vegna byrjaði stjórnin að geyma nöfnin í lokuðum umslögum eins og við þekkjum þau í dag.
Nú þegar tilkynnirinn segir:,,and the Oscar goes to…” erum við öll að komast að því hver vinnur á sama tíma. Líka vinningshafinn.



–Alls konar–


Elsti vinningshafi fyrir besta leik: Henry Fonda, “On Golden Pond,” 76 ára gamall (1981)

Elsti vinningshafi til að fá óskar: Groucho Marx, Heiðursverðlaun, 83 ára gamall (1973)

Yngsti vinningshafinn: Shirley Temple, sérstök verðlaun, 6 ára gömul (1934)

Flestar tilnefningar og verðlaun: Katherine Hepburn, tólf tilnefningar og fjórir óskarar

Flestar tilnefningar fyrir tónlist: John Williams, tónskáld, 37 tilnefningar

Fyrsta litmyndin til að fá óskar fyrir besta myndin: “Gone With the Wind” (1939)

Flestar tilnefningar fyrir mynd: “All About Eve,” fjórtán stykki (1950)

Flestir óskarar fyrir mynd: “Ben Hur,” ellefu (1959) og “Titanic,” ellefu (1997)