Ég hef heyrt að samkeppnisyfirvöld í Nýja Sjálandi hafi tekið sig til og bannað að selja DVD-spilara í landinu nema þeir séu regionfree vegna þess að þeim finnst regions vera ósanngjörn og brjóti þar með á rétti neytenda.

Væri ekki gaman að fá svona löggjöf á Íslandi, ég hef líka alltaf haldið því fram að regions væru kominn til að fara. Enginn Dvdspilara framleiðandi vill gera það erfitt að breyta spilurum sínum í regionfree vegna þess að þá myndi enginn kaupa spilarana.

Það á ekki að neyða fólk til að kaupa eitthvað sem er framleitt fyrir ákveðið svæði heldur á bara að vera með sem bestu vöruna á í augnablikinu er R1 með langbestu myndirnar og þess vegna kaupi ég þær.

Regions eru náttúrulega nátengd því hvaða lönd fá myndir fyrst til sýningar í bíóum og það er eitthvað sem fer vonandi að hætta svo að myndir verði frumsýndar um allan heim á sama tíma, annars þá munu Video CDs verða mun algengari og kvikmyndaframleiðendur munu tapa gríðarlega.
<A href="